Bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í níu mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 17:29 Þeir sem hafa fengið þriðju sprautuna, eða aðra sprautu eftir Janssen, fá bólusetningarvottorð sem er ótímabundið. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um bólusetningarvottorð taka gildi eftir rúma viku en þá verða bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í um níu mánuði frá seinni skammti. Þeir sem hafa fengið örvunarskammt fá ótímabundið bólusetningarvottorð. Frá og með 1. febrúar næstkomandi verða bólusetningarvottorð vegna grunnbólusetningar aðeins tekin gild í 270 daga, eða um níu mánuði, frá því að grunnbólusetningu lauk. Á það við um einstaklinga sem hafa fengið eina sprautu af Janssen eða tvær sprautur af öðrum bóluefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins en um er að ræða ákvörðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram að þessu hefur ekki verið gerð krafa um gildistíma bólusetningarvottorða á landamærum Íslands og annarra landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Miðað er við tímann frá þeim degi sem seinni skammtur grunnbólusetningarinnar var gefinn. „Þetta þýðir að bólusetningarvottorð þess einstaklings sem lauk grunnbólusetningu 15. júní 2021 fellur úr gildi 12. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Hafi fólk fengið þriðju sprautuna eða örvunarskammt eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á gildistíminn ekki lengur við og gilda þau bólusetningarvottorð ótímabundið á landamærum innan EES. Landlæknir greindi sömuleiðis frá því í síðustu viku að frá og með mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða fyrir þá sem hafa fengið staka bólusetningu með bóluefni Janssen hætt. Er það gert á þeim grundvelli að ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Evrópusambandið Tengdar fréttir Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. 15. janúar 2022 08:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Frá og með 1. febrúar næstkomandi verða bólusetningarvottorð vegna grunnbólusetningar aðeins tekin gild í 270 daga, eða um níu mánuði, frá því að grunnbólusetningu lauk. Á það við um einstaklinga sem hafa fengið eina sprautu af Janssen eða tvær sprautur af öðrum bóluefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins en um er að ræða ákvörðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram að þessu hefur ekki verið gerð krafa um gildistíma bólusetningarvottorða á landamærum Íslands og annarra landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Miðað er við tímann frá þeim degi sem seinni skammtur grunnbólusetningarinnar var gefinn. „Þetta þýðir að bólusetningarvottorð þess einstaklings sem lauk grunnbólusetningu 15. júní 2021 fellur úr gildi 12. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Hafi fólk fengið þriðju sprautuna eða örvunarskammt eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á gildistíminn ekki lengur við og gilda þau bólusetningarvottorð ótímabundið á landamærum innan EES. Landlæknir greindi sömuleiðis frá því í síðustu viku að frá og með mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða fyrir þá sem hafa fengið staka bólusetningu með bóluefni Janssen hætt. Er það gert á þeim grundvelli að ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Evrópusambandið Tengdar fréttir Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. 15. janúar 2022 08:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. 15. janúar 2022 08:52