Fótbolti

Minnst sex létust í troðningi fyrir sigur Kamerún

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Ulrik Pedersen/NurPhoto

Kamerún, mótshaldari Afríkukeppninnar í knattspyrnu, er komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Kómoreyjum í kvöld. Mikill áhugi var fyrir leiknum og reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum.

Frá þessu er greint á vef Sky fréttastofunnar. Þar segir að fjöldi fólks hafi reynt að komast inn á Olembe-leikvanginn í höfuðborginni Yaounde í kvöld. Ekki hefur fengist staðfesting á fjölda látinna en sem stendur eru sex látnir og alls 40 liggja slasaðir á sjúkrahúsi í borginni.

Af þessum 40 eru þónokkrir einstaklingar í lífshættu samkvæmt frétt Sky.

Olembe-leikvangurinn tekur 60 þúsund manns en sökum kórónuveirunnar má aðeins nýta 80 prósent af þeim fjölda. 

Talið er að hátt í 50 þúsund manns hafi reynt að komast inn á leikvanginn í kvöld sem hafi skapað örtröð og troðning. Endaði það með skelfilegum afleiðingum.

Þrátt fyrir allt þetta hófst leikurinn samt á tilsettum tíma. Þar fór Kamerún með 2-1 sigur af hólmi eins og áður hefur komið fram á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×