Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands fær háar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2022 22:43 Lögreglan í London fær á baukinn. EPA-EFE/NEIL HALL Kona sem breski flugumaðurinn Mark Kennedy braut gróflega fær háar bætur eftir að dómstóll í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan í London hafi brotið á mannréttindum hennar. Dómarar við bresku dómsmálastofnunina komust að niðurstöðunni í október en upphæð skaðabóta var ákvörðuð í dag. Flugumaðurinn Kennedy, sem var útsendari lögreglu, átti í ástarsambandi við hana í upphafi aldarinnar í þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Wilson mun fá 230 þúsund pund í bætur, um fjörutíu milljónir íslenskra króna. Dómstólinn segir að málið hafi varpað ljósi á alvarlegar og ámælisverðar brotalamir. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Kennedy er sagður hafa njósnað um mótmælendurna en í skýrslu sem ríkislögreglustjóri skilaði þáverandi ráðherra dómsmála árið 2011 kemur fram að ekki hafi komið fram upplýsingar í athugun lögreglu sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005, eins og það var orðað í skýrslunni. Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. 1. október 2021 18:05 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Dómarar við bresku dómsmálastofnunina komust að niðurstöðunni í október en upphæð skaðabóta var ákvörðuð í dag. Flugumaðurinn Kennedy, sem var útsendari lögreglu, átti í ástarsambandi við hana í upphafi aldarinnar í þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Wilson mun fá 230 þúsund pund í bætur, um fjörutíu milljónir íslenskra króna. Dómstólinn segir að málið hafi varpað ljósi á alvarlegar og ámælisverðar brotalamir. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Kennedy er sagður hafa njósnað um mótmælendurna en í skýrslu sem ríkislögreglustjóri skilaði þáverandi ráðherra dómsmála árið 2011 kemur fram að ekki hafi komið fram upplýsingar í athugun lögreglu sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005, eins og það var orðað í skýrslunni.
Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. 1. október 2021 18:05 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. 1. október 2021 18:05