Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 05:00 Spáð er 4,7% hagvexti árið 2022 samhliða viðskiptaafgangi, minnkandi atvinnuleysi og gengisstyrkingu krónunnar. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka verður hagvöxturinn að mestu drifinn áfram af þróttmiklum vexti útflutnings, sér í lagi ferðaþjónustu og sjávarútvegs. Aukinn einkaneysla ýtir einnig undir hagvöxt í ár en 3,2% hagvexti er spáð á næsta ári og 2,6% árið 2024. Áætlað er að hagvöxtur hafi verði 4,1% á síðasta ári en 6,5% efnahagssamdráttur mældist árið 2020. Fram kemur í spánni að talsverð óvissa verði áfram um framgang heimsfaraldursins á komandi misserum en áætlað er að 1,1 til 1,2 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári samanborið við tæplega 700 þúsund á nýliðnu ári. Gangi spáin eftir mun svipaður fjöldi sækja landið í ár og 2015 en um er að ræða ríflega 40% færri ferðamenn en árið 2019. Gert er ráð fyrir 1,5 milljónum ferðamanna á næsta ári og 1,7 árið 2024. Telur Greining Íslandsbanka útlit fyrir að framtíð íslenskrar ferðaþjónustu sé björt þrátt fyrir tímabundið bakslag, meðal annars í ljósi þess að margir telji hægt að ferðast hér án mikillar nándar við annað fólk. Spá áframhaldandi hækkunum á íbúðamarkaði Fram kemur í Þjóðhagsspánni að væntingar stjórnenda fyrirtækja um komandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hækkað mikið undanfarna ársfjórðunga og náð sögulegu hámarki um mitt síðasta ár. Taldi drjúgur meirihluti stjórnendanna aðstæður góðar í lok síðasta árs þrátt fyrir vöxt í faraldrinum, samkvæmt könnun Gallup fyrir Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins. Að sögn Greiningar Íslandsbanka er allsterk fylgni milli væntinga stjórnenda og vaxtar eða samdráttar í fjárfestingu atvinnuvega. Útbreidd bjartsýni sé því góð vísbending um hátt fjárfestingastig í atvinnulífinu á næstu misserum. Talið er að framboð á nýjum íbúðum muni brátt taka við sér. Vísir/Vilhelm Umsvif á íbúðamarkaði voru með mesta móti á nýliðnu ári og hækkaði verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 18%, íbúðir um 15% og verð á landsbyggðinni um 16,5%. Lítið framboð er nú á markaði og hefur tekið að hægja á veltu á markaðnum og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Sölutími er mjög stuttur og enn eru margar íbúðir að seljast yfir ásettu verði. Samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka eru forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Því er spáð að íbúðaverð hækki að nafnvirði um tæp 8% á þessu ári, 3,5% árið 2023 og 2,9 árið 2024 þegar jafnvægi myndast á íbúðamarkaði. Atvinnuleysi haldi áfram að hjaðna Atvinnuleysi hjaðnaði hratt á síðasta ári og mældist mest 11,6% af vinnuafli að undanskildu starfsfólki í hlutabótaleiðinni. Það var komið niður í 4,9% í lok ársins. Greining Íslandsbanka spáir því að atvinnuleysi hjaðni í átt að nýju jafnvægi á næstu misserum og verði að jafnaði 3,7% árið 2023 og 3,6% árið 2024. Þar með verður það á svipuðum stað og árið 2019. Fram kemur í Þjóðhagsspánni að nær 40% stjórnenda sem svöruðu nýlegri könnun Gallup fyrir Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins telji vera skort á starfsfólki hjá sínu fyrirtæki. Seðlabankinn dró jafnt og þétt úr inngripum á gjaldeyrismarkaði eftir því sem leið á seinasta ár.Vísir/Vilhelm Gengi krónunnar styrktist um tæp 3% á seinasta ári en styrkingin sást á fyrri helmingi ársins. Telur Greining Íslandsbanka að gengi muni hækka á ný með tímanum þó einhver töf verði líklega á styrkingu krónunnar næstu mánuðina. „Ógerningur er að segja til um hversu hröð styrkingin verður og hvenær hún raungerist en í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði 8-9% sterkari í lok spátímans [árið 2024] en hún var í ársbyrjun 2022,“ segir í Þjóðhagsspánni. Gangi það eftir verður raungengið miðað við hlutfallslegt verðlag svipað og á árinu 2018. Verðbólga 4,3% að jafnaði á þessu ári Samhliða þessu eru horfur sagðar á að verðbólga hjaðni jafnt og þétt á þessu ári bæði hérlendis og erlendis. Samkvæmt spá bankans mun verðbólga áfram vera nokkuð yfir 4% fráviksmörkum Seðlabankans megnið af þessu ári og mælast 4,3% að jafnaði árið 2022. Verðbólga verði í kjölfarið við 2,5% markmið Seðlabankans fyrri hluta árs 2023 og verði að jafnaði 2,7% árið 2024. Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki áfram og verði komnir í 3,25% í lok þess árs. Í kjölfarið er gert ráð fyrir nokkuð hægari hækkunartakti og að stýrivextirnir verði komnir í 4,0% í ársbyrjun 2024. Er það nærri jafnvægisgildi þeirra að mati bankans. Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka verður hagvöxturinn að mestu drifinn áfram af þróttmiklum vexti útflutnings, sér í lagi ferðaþjónustu og sjávarútvegs. Aukinn einkaneysla ýtir einnig undir hagvöxt í ár en 3,2% hagvexti er spáð á næsta ári og 2,6% árið 2024. Áætlað er að hagvöxtur hafi verði 4,1% á síðasta ári en 6,5% efnahagssamdráttur mældist árið 2020. Fram kemur í spánni að talsverð óvissa verði áfram um framgang heimsfaraldursins á komandi misserum en áætlað er að 1,1 til 1,2 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári samanborið við tæplega 700 þúsund á nýliðnu ári. Gangi spáin eftir mun svipaður fjöldi sækja landið í ár og 2015 en um er að ræða ríflega 40% færri ferðamenn en árið 2019. Gert er ráð fyrir 1,5 milljónum ferðamanna á næsta ári og 1,7 árið 2024. Telur Greining Íslandsbanka útlit fyrir að framtíð íslenskrar ferðaþjónustu sé björt þrátt fyrir tímabundið bakslag, meðal annars í ljósi þess að margir telji hægt að ferðast hér án mikillar nándar við annað fólk. Spá áframhaldandi hækkunum á íbúðamarkaði Fram kemur í Þjóðhagsspánni að væntingar stjórnenda fyrirtækja um komandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hækkað mikið undanfarna ársfjórðunga og náð sögulegu hámarki um mitt síðasta ár. Taldi drjúgur meirihluti stjórnendanna aðstæður góðar í lok síðasta árs þrátt fyrir vöxt í faraldrinum, samkvæmt könnun Gallup fyrir Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins. Að sögn Greiningar Íslandsbanka er allsterk fylgni milli væntinga stjórnenda og vaxtar eða samdráttar í fjárfestingu atvinnuvega. Útbreidd bjartsýni sé því góð vísbending um hátt fjárfestingastig í atvinnulífinu á næstu misserum. Talið er að framboð á nýjum íbúðum muni brátt taka við sér. Vísir/Vilhelm Umsvif á íbúðamarkaði voru með mesta móti á nýliðnu ári og hækkaði verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 18%, íbúðir um 15% og verð á landsbyggðinni um 16,5%. Lítið framboð er nú á markaði og hefur tekið að hægja á veltu á markaðnum og fjölda þinglýstra kaupsamninga. Sölutími er mjög stuttur og enn eru margar íbúðir að seljast yfir ásettu verði. Samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka eru forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á þessu ári en að hækkunartakturinn taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði af íbúðum þegar líður á árið. Því er spáð að íbúðaverð hækki að nafnvirði um tæp 8% á þessu ári, 3,5% árið 2023 og 2,9 árið 2024 þegar jafnvægi myndast á íbúðamarkaði. Atvinnuleysi haldi áfram að hjaðna Atvinnuleysi hjaðnaði hratt á síðasta ári og mældist mest 11,6% af vinnuafli að undanskildu starfsfólki í hlutabótaleiðinni. Það var komið niður í 4,9% í lok ársins. Greining Íslandsbanka spáir því að atvinnuleysi hjaðni í átt að nýju jafnvægi á næstu misserum og verði að jafnaði 3,7% árið 2023 og 3,6% árið 2024. Þar með verður það á svipuðum stað og árið 2019. Fram kemur í Þjóðhagsspánni að nær 40% stjórnenda sem svöruðu nýlegri könnun Gallup fyrir Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins telji vera skort á starfsfólki hjá sínu fyrirtæki. Seðlabankinn dró jafnt og þétt úr inngripum á gjaldeyrismarkaði eftir því sem leið á seinasta ár.Vísir/Vilhelm Gengi krónunnar styrktist um tæp 3% á seinasta ári en styrkingin sást á fyrri helmingi ársins. Telur Greining Íslandsbanka að gengi muni hækka á ný með tímanum þó einhver töf verði líklega á styrkingu krónunnar næstu mánuðina. „Ógerningur er að segja til um hversu hröð styrkingin verður og hvenær hún raungerist en í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði 8-9% sterkari í lok spátímans [árið 2024] en hún var í ársbyrjun 2022,“ segir í Þjóðhagsspánni. Gangi það eftir verður raungengið miðað við hlutfallslegt verðlag svipað og á árinu 2018. Verðbólga 4,3% að jafnaði á þessu ári Samhliða þessu eru horfur sagðar á að verðbólga hjaðni jafnt og þétt á þessu ári bæði hérlendis og erlendis. Samkvæmt spá bankans mun verðbólga áfram vera nokkuð yfir 4% fráviksmörkum Seðlabankans megnið af þessu ári og mælast 4,3% að jafnaði árið 2022. Verðbólga verði í kjölfarið við 2,5% markmið Seðlabankans fyrri hluta árs 2023 og verði að jafnaði 2,7% árið 2024. Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki áfram og verði komnir í 3,25% í lok þess árs. Í kjölfarið er gert ráð fyrir nokkuð hægari hækkunartakti og að stýrivextirnir verði komnir í 4,0% í ársbyrjun 2024. Er það nærri jafnvægisgildi þeirra að mati bankans.
Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira