Hagkaup frestar Dönskum dögum í ljósi aðstæðna Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 11:42 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin. „Það þarf að vera rétta mómentið fyrir svona uppákomur. Við viljum hafa allan varan á og að landinn sé búinn að gleyma, farinn að horfa á bjartari tíma, kominn út úr Covid og farinn að brosa þegar við hendum í Dönsku dagana,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við Vísi. Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Danir lögðu árar í bát undir lok leiks í gær og köstuðu frá sér sigrinum.Getty/SANJIN STRUKIC „Við höfum aðeins verið að skoða ýmsar dagsetningar og þetta allavega styrkti okkur í því að við ættum ekki að hafa þá of snemma þetta árið. Við erum allavega búin að ýta ákvörðuninni aðeins seinna á árið og tökum aftur púlsinn þegar líður á vorið, hvort við teljum að landinn sé tilbúinn þá.“ Þemadagarnir hafa reglulega byrjað seint í febrúar en nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta sér hægt, að sögn Sigurðar. Ljóst er að gríðarleg óánægja er með úrslit leiks Dana og Frakka þar sem Danmörk tapaði öruggu forskoti sínu seint í leiknum og um leið miða Íslendinga í undanúrslit. Fleiri fyrirtæki hafa talið sig knúin til að bregðast við niðurstöðunni en veitingastaðurinn Jómfrúin bað í gær íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd dönsku krúnunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Danmörk EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Það þarf að vera rétta mómentið fyrir svona uppákomur. Við viljum hafa allan varan á og að landinn sé búinn að gleyma, farinn að horfa á bjartari tíma, kominn út úr Covid og farinn að brosa þegar við hendum í Dönsku dagana,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við Vísi. Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Danir lögðu árar í bát undir lok leiks í gær og köstuðu frá sér sigrinum.Getty/SANJIN STRUKIC „Við höfum aðeins verið að skoða ýmsar dagsetningar og þetta allavega styrkti okkur í því að við ættum ekki að hafa þá of snemma þetta árið. Við erum allavega búin að ýta ákvörðuninni aðeins seinna á árið og tökum aftur púlsinn þegar líður á vorið, hvort við teljum að landinn sé tilbúinn þá.“ Þemadagarnir hafa reglulega byrjað seint í febrúar en nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta sér hægt, að sögn Sigurðar. Ljóst er að gríðarleg óánægja er með úrslit leiks Dana og Frakka þar sem Danmörk tapaði öruggu forskoti sínu seint í leiknum og um leið miða Íslendinga í undanúrslit. Fleiri fyrirtæki hafa talið sig knúin til að bregðast við niðurstöðunni en veitingastaðurinn Jómfrúin bað í gær íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd dönsku krúnunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Danmörk EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10