Warriors marði Durants og Harden laust Nets-lið | Stórleikur Kuzma dugði ekki til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 11:00 Tveir stigahæstu leikmenn Golden State í nótt. Kavin Mistry/Getty Images Golden State Warriors lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði bæði Kevin Durant og James Harden í lið Nets. Þá skoraði Kyle Kuzma er Washington Wizards töpuðu gegn Ja Morant og félögum í Memphis Grizzlies. Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira