Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 19:08 Kristrún Frostadóttir. bjarni einarsson Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“ Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“
Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35