Lífið

Ung­frú Banda­ríkin 2019 fannst látin

Atli Ísleifsson skrifar
Cheslie Kryst vann titilinn Ungfrú Bandaríkin árið 2019.
Cheslie Kryst vann titilinn Ungfrú Bandaríkin árið 2019. Getty

Cheslie Kryst, sem vann titilinn Ungfrú Bandaríkin árið 2019, fannst látin úti á götu í New York í gær. Hún var þrítug að aldri.

Í frétt CNN kemur fram að Kryst hafi fundist látin úti á götu á Manhattan og telur lögregla að andlátið hafi ekki borið að með saknæmum hætti.

Fjölskylda Kryst segir í yfirlýsingu að það sé með mikilli sorg að hún deili fréttum af láti Kryst. Segir að hún hafi veitt ótal manns innblástur með fegurð sinni og styrk.

Kryst deildi mynd á Instagram-síðu sinni skömmu fyrir andlátið þar sem hún sagðist vona að dagurinn myndi færa lesendum „hvíld og frið“.

Kryst starfaði sem lögmaður á lögmannsstofu í Norður-Karólínu við að aðstoða fanga sem kynnu að hafa verið dæmdir ranglega, en hún hafði lokið þremur háskólagráðum frá tveimur háskólum.

Þá starfaði hún einnig hjá sjónvarpsstöðinni ExtraTV auk þessa að halda úti tískublogginu White Collar Glam.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×