Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 19:30 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Móa Gustum Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“ Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“
Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira