Innlent

Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Björgunarfólk við leit á Hellisheiði.
Björgunarfólk við leit á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm

Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið frá Reykjavík klukkan 14:08 og lagði af stað í áttina að Hveragerði. Í framhaldinu bættist önnur þyrla í hópinn. 

Leitarflugvél frá danska hernum var í grennd við Ísland og hefur verið fengin til að fljúga yfir svæðið. 

Á áttunda tímanum í kvöld höfðu um 400 björgunarsveitarmenn tekið þátt í leitinni. Mestur þungi leitarinnar er suður af Þingvallavatni, en einnig hefur verið leitað á Reykjanesskaga, meðal annars við Kleifarvatn.

Vaktin að neðan verður uppfærð eftir því sem ný tíðindi berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×