Næringargildi reiknuð út í rauntíma á Preppbarnum Preppbarinn 4. febrúar 2022 09:00 Viðskiptavinurinn sem ætlar að borða þessa máltíð veit kvæmt næringargildi hennar. „Þetta verður fyrsti bar sinnar tegundar á Íslandi og sennilega í öllum heiminum,“ segir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson en Guðmundur opnar Preppbarinn í dag klukkan 11 á Suðurlandsbraut 10, ásamt Karel Atla og Elínu Bjarnadóttur. Preppbarinn er „Take away“ veitingastaður þar sem viðskiptavinir sjá næringargildi máltíðar reiknast út í rauntíma meðan máltíðin er búin til fyrir framan þá og geta hlaðið gildunum inn í heilsutengd smáforrit. „Á Preppbarnum muntu geta sett saman þína eigin máltíð, salat eða vefju úr úrvali af hráefni sem við bjóðum upp á og valið um að fá matinn hitaðan eða ekki. Við eru með skjá í glerborðinu fyrir framan viðskiptavini og um leið og við bætum hráefni við réttinn nemur vigtin það og næringargildið kemur fram á skjánum í samræmi við þau grömm sem bætt er við. Viðskiptavinir geta því fylgst með hvernig næringargildi máltíðarinnar breytist eftir því hvernig hún er samsett,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir Preppbarinn koma til móts við stóran og stöðugt stækkandi hóp fólks sem hugsar um heilsuna og vill vita nákvæmlega hvað það lætur ofan í sig. „Hugmyndin er fyrst og fremst að auðvelda fólki á hraðferð að fá góðan, hollan og næringarríkan mat á sem stystum tíma en einnig að geta gefið nákvæm næringargildi fyrir þá sem kjósa að fylgjast með því. Næringargildi máltíða á Preppbarnum eru prentuð út á límmiða sem fer á boxið og fólk getur þá til dæmis "quick addað" næringargildunum í myfitnesspal. Á veitingastöðum eru oft tiltekin stöðluð næringargildi fyrir ákveðnar máltíðir en það getur verið misjafnt eftir því hvernig máltíðin er löguð, hvort kokkurinn setji stundum kúfulla matskeið eða sléttfulla af ákveðnu hráefni til dæmis en hjá okkur sést þetta alltaf alveg nákvæmt. Við létum sérútbúa fyrir okkur kerfi sem talar við vogirnar og reiknar út næringargildin. Sjón er sögu ríkari,“ segir Guðmundur. Preppbarinn verður opnaður klukkan 11 í dag, Suðurlandsbraut 10. Matur Heilsa Veitingastaðir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Preppbarinn er „Take away“ veitingastaður þar sem viðskiptavinir sjá næringargildi máltíðar reiknast út í rauntíma meðan máltíðin er búin til fyrir framan þá og geta hlaðið gildunum inn í heilsutengd smáforrit. „Á Preppbarnum muntu geta sett saman þína eigin máltíð, salat eða vefju úr úrvali af hráefni sem við bjóðum upp á og valið um að fá matinn hitaðan eða ekki. Við eru með skjá í glerborðinu fyrir framan viðskiptavini og um leið og við bætum hráefni við réttinn nemur vigtin það og næringargildið kemur fram á skjánum í samræmi við þau grömm sem bætt er við. Viðskiptavinir geta því fylgst með hvernig næringargildi máltíðarinnar breytist eftir því hvernig hún er samsett,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir Preppbarinn koma til móts við stóran og stöðugt stækkandi hóp fólks sem hugsar um heilsuna og vill vita nákvæmlega hvað það lætur ofan í sig. „Hugmyndin er fyrst og fremst að auðvelda fólki á hraðferð að fá góðan, hollan og næringarríkan mat á sem stystum tíma en einnig að geta gefið nákvæm næringargildi fyrir þá sem kjósa að fylgjast með því. Næringargildi máltíða á Preppbarnum eru prentuð út á límmiða sem fer á boxið og fólk getur þá til dæmis "quick addað" næringargildunum í myfitnesspal. Á veitingastöðum eru oft tiltekin stöðluð næringargildi fyrir ákveðnar máltíðir en það getur verið misjafnt eftir því hvernig máltíðin er löguð, hvort kokkurinn setji stundum kúfulla matskeið eða sléttfulla af ákveðnu hráefni til dæmis en hjá okkur sést þetta alltaf alveg nákvæmt. Við létum sérútbúa fyrir okkur kerfi sem talar við vogirnar og reiknar út næringargildin. Sjón er sögu ríkari,“ segir Guðmundur. Preppbarinn verður opnaður klukkan 11 í dag, Suðurlandsbraut 10.
Matur Heilsa Veitingastaðir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira