Skekkjan og lausnin Drífa Snædal skrifar 4. febrúar 2022 12:00 Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Drífa Snædal Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar