Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 81-78 | Valur vann sögulegan sigur á Hlíðarenda Andri Már Eggertsson skrifar 7. febrúar 2022 23:30 Loksins tókst Val að vinna KR á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Síðustu átta viðureignir liðanna hafa endað með útisigri en Valur batt enda á það með þriggja stiga heimasigri 81-78. Þetta var einnig fyrsti sigur Vals gegn KR á Hlíðarenda í tæplega tuttugu og átta ár. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið settu niður þriggja stiga skot í sinni fyrstu sókn og svo datt leikurinn niður um stund. Valur tók frumkvæðið og var sjö stigum yfir þegar 1. leikhluta lauk. Benedikt Blöndal átti stóran þátt í því þar sem hann gerði síðustu sex stigin í leikhlutanum. Benedikt var svo aftur á ferðinni skömmu síðar í öðrum leikhluta og gerði hann níu stig í fyrri hálfleik. Valur virtist vera að fara stinga KR af um miðjan fyrri hálfleik þar sem heimamenn fundu auðveldar leiðir gegnum vörn KR og gerðu ellefu stig í röð. Gestirnir bitu frá sér og náðu að saxa forskot Vals niður í eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Þorvaldur Orri Árnason var allt í öllu í sóknarleik KR í fyrri hálfleik og skoraði 13 stig á innan við 18 mínútum. Þorvaldur gerði síðustu körfu fyrri hálfleiks þar sem hann hljóp teig í teig og setti niður sniðskot rétt áður en flautað var til hálfleiks. KR-ingar mættu í síðari hálfleik vel stemmdir og byrjuðu á að setja tvær þriggja stiga körfur í röð og var KR sjö stigum yfir þegar síðari hálfleikur var þriggja mínútna gamall. Bæði lið voru ekki með merkilega nýtingu úr þriggja stiga skotum. Eftir tuttugu og sex mínútur hafði Kári Jónsson, Callum Lawson og Adama Darbo tekið samanlagt fimmtán þriggja stiga skot og klikkað úr öllum. Það benti allt til þess að lokamínútur leiksins yrðu rólegar þar sem Valur var yfir 80-70 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. KR var á öðru máli og náði á ótrúlegan hátt að minnka forskot Vals niður í þrjú stig á 75 sekúndum. Verandi þremur stigum yfir og í vörn sendu heimamenn Dani Koljanin á vítalínuna sem hitti aðeins úr einu af tveimur vítaskotum. Valur vann á endanum þriggja stiga sigur 81-78. Af hverju vann Valur? Það munaði aðeins þremur stigum og var þetta hörkuleikur alveg til enda. Bæði lið voru að spila á fáum leikmönnum. Valur fékk níu stig frá sínum sjötta manni en varamannabekkur KR skilaði aðeins tveimur stigum. Hverjir stóðu upp úr? Hjálmar Stefánsson spilaði afar vel í kvöld. Hjálmar gerði 17 stig og tók 7 fráköst. Eins og oft áður var Pablo Bertone allt í öllu í leik Vals. Hann skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? KR var í miklum vandræðum með fráköstin. Valur tók sextán sóknarfráköst í leiknum og alls tóku heimamenn 44 fráköst sem var átta fráköstum meira en KR. Valur fór afar illa með vítin. Valur hitti úr átta af fjórtán vítum sem er 57 prósent nýting. Adama Kasper Darbo átti afar lélegan leik. Hann hafði nýverið jafnað sig á Kórónuveirunni og leikur hans eftir því. Darbo þurfti tíu tilraunir til að hitta úr einu þriggja stiga skoti. Hvað gerist næst? Valur fær Stjörnuna í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 20:15. KR mætir Vestra á Meistaravöllum næsta fimmtudag klukkan 19:15. Finnur: Ánægður með sigurinn en ekki spilamennskuna Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur kvöldsins. „Það eina sem ég tek út úr þessum leik er að okkur tókst að sækja sigur í jafnri deild og er ég þakklátur fyrir það,“ sagði Finnur Freyr eftir leik. Þrátt fyrir sigur á KR var Finnur ekki ánægður með spilamennskuna í leiknum. „Þetta var lélegur leikur. Við gerðum fullt af mistökum í leiknum. Okkur tókst að ná góðum kafla inn á milli en fórum svo aftur í sama lélega farið og hleyptum þeim á endanum inn í leikinn.“ Finnur var ósáttur með hvernig Valur hleypti KR inn í leikinn verandi tíu stigum yfir og lítið eftir af leiknum. „Við fórum að stoppa klukkan fyrir þá og senda þá á vítalínuna sem er það versta sem hægt er að gera þegar þessi staða kemur upp,“ sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Valur KR
Síðustu átta viðureignir liðanna hafa endað með útisigri en Valur batt enda á það með þriggja stiga heimasigri 81-78. Þetta var einnig fyrsti sigur Vals gegn KR á Hlíðarenda í tæplega tuttugu og átta ár. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið settu niður þriggja stiga skot í sinni fyrstu sókn og svo datt leikurinn niður um stund. Valur tók frumkvæðið og var sjö stigum yfir þegar 1. leikhluta lauk. Benedikt Blöndal átti stóran þátt í því þar sem hann gerði síðustu sex stigin í leikhlutanum. Benedikt var svo aftur á ferðinni skömmu síðar í öðrum leikhluta og gerði hann níu stig í fyrri hálfleik. Valur virtist vera að fara stinga KR af um miðjan fyrri hálfleik þar sem heimamenn fundu auðveldar leiðir gegnum vörn KR og gerðu ellefu stig í röð. Gestirnir bitu frá sér og náðu að saxa forskot Vals niður í eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Þorvaldur Orri Árnason var allt í öllu í sóknarleik KR í fyrri hálfleik og skoraði 13 stig á innan við 18 mínútum. Þorvaldur gerði síðustu körfu fyrri hálfleiks þar sem hann hljóp teig í teig og setti niður sniðskot rétt áður en flautað var til hálfleiks. KR-ingar mættu í síðari hálfleik vel stemmdir og byrjuðu á að setja tvær þriggja stiga körfur í röð og var KR sjö stigum yfir þegar síðari hálfleikur var þriggja mínútna gamall. Bæði lið voru ekki með merkilega nýtingu úr þriggja stiga skotum. Eftir tuttugu og sex mínútur hafði Kári Jónsson, Callum Lawson og Adama Darbo tekið samanlagt fimmtán þriggja stiga skot og klikkað úr öllum. Það benti allt til þess að lokamínútur leiksins yrðu rólegar þar sem Valur var yfir 80-70 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. KR var á öðru máli og náði á ótrúlegan hátt að minnka forskot Vals niður í þrjú stig á 75 sekúndum. Verandi þremur stigum yfir og í vörn sendu heimamenn Dani Koljanin á vítalínuna sem hitti aðeins úr einu af tveimur vítaskotum. Valur vann á endanum þriggja stiga sigur 81-78. Af hverju vann Valur? Það munaði aðeins þremur stigum og var þetta hörkuleikur alveg til enda. Bæði lið voru að spila á fáum leikmönnum. Valur fékk níu stig frá sínum sjötta manni en varamannabekkur KR skilaði aðeins tveimur stigum. Hverjir stóðu upp úr? Hjálmar Stefánsson spilaði afar vel í kvöld. Hjálmar gerði 17 stig og tók 7 fráköst. Eins og oft áður var Pablo Bertone allt í öllu í leik Vals. Hann skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? KR var í miklum vandræðum með fráköstin. Valur tók sextán sóknarfráköst í leiknum og alls tóku heimamenn 44 fráköst sem var átta fráköstum meira en KR. Valur fór afar illa með vítin. Valur hitti úr átta af fjórtán vítum sem er 57 prósent nýting. Adama Kasper Darbo átti afar lélegan leik. Hann hafði nýverið jafnað sig á Kórónuveirunni og leikur hans eftir því. Darbo þurfti tíu tilraunir til að hitta úr einu þriggja stiga skoti. Hvað gerist næst? Valur fær Stjörnuna í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 20:15. KR mætir Vestra á Meistaravöllum næsta fimmtudag klukkan 19:15. Finnur: Ánægður með sigurinn en ekki spilamennskuna Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur kvöldsins. „Það eina sem ég tek út úr þessum leik er að okkur tókst að sækja sigur í jafnri deild og er ég þakklátur fyrir það,“ sagði Finnur Freyr eftir leik. Þrátt fyrir sigur á KR var Finnur ekki ánægður með spilamennskuna í leiknum. „Þetta var lélegur leikur. Við gerðum fullt af mistökum í leiknum. Okkur tókst að ná góðum kafla inn á milli en fórum svo aftur í sama lélega farið og hleyptum þeim á endanum inn í leikinn.“ Finnur var ósáttur með hvernig Valur hleypti KR inn í leikinn verandi tíu stigum yfir og lítið eftir af leiknum. „Við fórum að stoppa klukkan fyrir þá og senda þá á vítalínuna sem er það versta sem hægt er að gera þegar þessi staða kemur upp,“ sagði Finnur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti