Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Björgunarsveitir sinntu hátt í tvö hundruð verkefnum í aftakaveðri sem gekk yfir landið í dag og nótt. Rafmagnsstaurar brotnuðu, þakplötur rifnuðu af húsum og bílar eyðilögðust en þrátt fyrir það urðu áhrif óveðursins talsvert minni en spáð var. Hættustigi almannavarna hefur verið aflýst.

Við sjáum myndir frá óveðrinu í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir veðurhorfurnar í beinni útsendingu.

Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við förum einnig yfir væntanlegar tilslakanir á sóttvarnarreglum, verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem tekist var harkalega á um efnahagshorfur í dag og ræðum við leigubílstjóra um frumvarp sem opnar á skutlþjónustur á borð við Uber.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×