Fengu Nýsköpunarverðlaun forseta fyrir gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 13:51 Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttig og Valgerður Jónsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum í dag. Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar. Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.
Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira