Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:36 Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1 prósenta hækkun á verðbólgu í febrúar. Vísir/Hanna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Er þar vísað til febrúarmælingu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar sem birt verður 25. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala hækki um 0,8 prósent milli mánaða. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent en deildin spáir því þó að verðbólga án húsnæðis haldist í 3,7 prósentum eins og í janúar. Deildin segir árstíðabundna hækkun á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar vega þyngst til hækkunar verðlags í þessum mánuði. Þessar vörur hækki almennt töluvert í verði í febrúar eftir lækkun í janúarmánuði. „Að þessu sinni teljum við að samanlögð áhrif þessara tveggja liða til hækkunar verðlags verði 0,4% af samtals 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs,“ segir í tilkynningunni. Næststærsti áhrifaþátturinn að mati hagfræðideildarinnar á verðlagið í spánni sé hækkun á dælueldsneyti, sem hækkað hefur í verði á heimsmarkaði, en samkvæmt verðmælingu bankans hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 3,7 prósent í febrúar. Segir í tilkynningunni að áhrif þess á hækkun verðlags séu 0,12 prósent. Þá eru áhrif fasteignaverðs sömuleiðis töluverð, eða um 0,11 prósent og er gert ráð fyrir að fasteignaverð hækki um 0,8 prósent í febrúar, sem er nokkuð minni hækkun en undanfarna mánuði. Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Er þar vísað til febrúarmælingu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar sem birt verður 25. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala hækki um 0,8 prósent milli mánaða. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent en deildin spáir því þó að verðbólga án húsnæðis haldist í 3,7 prósentum eins og í janúar. Deildin segir árstíðabundna hækkun á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar vega þyngst til hækkunar verðlags í þessum mánuði. Þessar vörur hækki almennt töluvert í verði í febrúar eftir lækkun í janúarmánuði. „Að þessu sinni teljum við að samanlögð áhrif þessara tveggja liða til hækkunar verðlags verði 0,4% af samtals 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs,“ segir í tilkynningunni. Næststærsti áhrifaþátturinn að mati hagfræðideildarinnar á verðlagið í spánni sé hækkun á dælueldsneyti, sem hækkað hefur í verði á heimsmarkaði, en samkvæmt verðmælingu bankans hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 3,7 prósent í febrúar. Segir í tilkynningunni að áhrif þess á hækkun verðlags séu 0,12 prósent. Þá eru áhrif fasteignaverðs sömuleiðis töluverð, eða um 0,11 prósent og er gert ráð fyrir að fasteignaverð hækki um 0,8 prósent í febrúar, sem er nokkuð minni hækkun en undanfarna mánuði.
Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31