Aron Elís leikmaður ársins hjá OB: „Hafði aldrei spilað sem djúpur miðjumaður áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:01 Aron Elís Þrándarson hefur verið í hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns hjá OB og staðið sig vel. Hér verst hann í leik gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2021 hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB. Hann segist mjög stoltur yfir valinu, sérstaklega í ljósi þess að hann spilar nú stöðu sem hann hafði aldrei gert áður en hann kom til Danmerkur. Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Aron Elís gekk í raðir OB frá norska félaginu Álasund snemma árs 2020 og hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin misseri. Aron Elís gekk í raðir Álasunds frá Víking árið 2015 og var þá lunkinn sóknarþenkjandi miðjumaður. „Ég er mjög stoltur af þessari nafnbót. Þegar ég kom til félagsins spilaði ég ekki mikið og átti erfitt með að festa mig í sessi. Það er því mikill heiður að vera valinn leikmaður ársins eftir að hafa lagt hart að mér og þróað leik minn. Ég er mjög stoltur,“ sagði Aron Elís í viðtali við vefsíðu OB eftir að valið var gert opinbert. Aron Elís Thrándarson er kåret som Årets Spiller i OB! Du kan læse et interview med vores islandske midtbanefighter her https://t.co/Te4dePwGTW#obdk #sldk pic.twitter.com/MqOl4Yj3XL— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 11, 2022 Aron Elís hefur svo sannarlega þróað leik sinn hjá OB en eftir að hafa nær allan sinn feril lagt allt kapp á að skora eða leggja upp mörk hefur hann færst aftar á völlinn og er nú orðinn að hálfgerðu akkeri á miðju OB. Virðist sú staða henta honum einkar vel og er hann mikils metinn í Danmörku. „Ég hef þróast mikið sem leikmaður síðan ég byrjaði að spila sem 6a (djúpur miðjumaður). Ég hafði aldrei gert það áður. Það tók smá tíma að finna mig í því hlutverki en ég til mig gera það nokkuð vel nú og verð vonandi bara betri,“ bætti hinn 27 ára gamli Aron Elís við. Á vefsíðu OB segir að Aron sé „hávaxinn, líkamlega sterkur, góður í loftinu og berst líkt og alvöru íslenskur víkingur,.“ Þá kemur fram að hann hafi átt flestar tæklingar í dönsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið boltann oftast allra. Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum.Getty/Lars Ronbog Góð frammistaða miðjumannsins knáa hefur skilað honum veigameira hlutverki með íslenska A-landsliðinu en alls á Aron Elís að baki 8 A-landsleiki ásamt 32 yngri landsleikjum. OB er sem stendur í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig að loknum 17 umferðum þegar fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Eftir það fara efstu sex liðin í umspil um meistaratitilinn á meðan hin sex liðin fara í umspil sem sker úr um hvaða lið fellur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira