Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Frá aðgerðum í nótt. Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli. Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli.
Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira