Lífið samstarf

Íslendingar eiga mögulega heimsmet í snjallvæddum nóttum

Vogue fyrir heimilið
„Fleiri og fleiri hlutir á heimilum okkar verða snjallvæddir og rúmin eru þar engin undantekning. Við trúum því að stillanleg rúm og snjallrúm séu framtíðin," segir Nuno Figueiredo, framkvæmdastjóri Ergomotion í Evrópu.
„Fleiri og fleiri hlutir á heimilum okkar verða snjallvæddir og rúmin eru þar engin undantekning. Við trúum því að stillanleg rúm og snjallrúm séu framtíðin," segir Nuno Figueiredo, framkvæmdastjóri Ergomotion í Evrópu.

„Íslendingar eru mjög meðvitaðir mikilvægi svefns, mun meðvitaðri en aðrar Evrópuþjóðir og prósenta þeirra sem nota stillanleg rúm og snjallrúm er há á Íslandi miðað við höfðatölu. Við erum afar ánægð með íslenska markaðinn,“ segir Nuno Figueiredo, framkvæmdastjóri Ergomotion í Evrópu. 

„Stór hluti okkar vöruþróunar byggir á endurgjöf frá viðskiptavinum og hjá Vogue fyrir heimilið vinna líklega mestu sérfræðingar í svefni á landinu. Við gætum ekki hugsað okkur betri samstarfsaðila á Ísland og reynsla íslenskra viðskiptavina er okkur mikilvæg,“ segir Nuno en Ergomotion rúmin fást í Vogue fyrir heimilið.

Nuno Figueiredo Ergomotion 

Nýtt hlutverk rúmsins

Ergomotion er stærsta fyrirtæki heims í stillanlegum svefnlausnum og framleiðir um þrjár milljónir rúma á ári. Höfuðstöðvar fyrirtækisin eru í Kaliforníu og eru Bandaríkin stærsta markaðssvæði Ergomotion. Fyrirtækið rekur útibú í öllum heimsálfum og fer Evrópumarkaðurinn ört stækkandi að sögn Nunos. 

Hann segir rúm gegna mun stærra hlutverki í lífi fólks í dag en fyrir nokkrum árum og undanfarin tvö ár hafi mikil söluaukning orðið á stillanlegum rúmum og snjallrúmum samhliða aukinni heimaveru fólks í faraldrinum. Fólk noti rúmið miklu meira en yfir blá nóttina.

„Við fengum margar sögur frá viðskiptavinum okkar, meðal annars frá Íslandi, hvernig fjölskyldan öll notar rúmið yfir daginn, til að horfa á sjónvarp, lesa og hlusta á tónlist og til að vinna og læra. Rúmið er ekki bara flatur flötur heldur er hægt að stilla Ergomotion sérstaklega fyrir hverja athöfn til að fullkomna þægindin. Það er gaman að heyra þessar sögur um ólíka notkun fólks og hjá okkur eru margir hlutir í þróun,“ segir Nuno.

Rúmbotnana er hægt að stilla nákvæmlega fyrir mismunandi athafnir. Snjallkerfið nemur meðal annars andardrátt, hjartslátt, hreyfingar og hrotur og bregst við. 

Snjallvæddar lausnir fyrir betri morgundag

En af hverju snjallrúm? Er ekki nóg að henda sér bara undir sæng og vakna hress morguninn eftir? Mónica Araújo markaðsstjóri Ergomotion í Evrópu segir dagsformið ekki síður fókuspunkt fyrirtækja í svefnlausnum en nætursvefninn.

Mónica Araújo markaðsstjóri Ergomotion í Evrópu.

„Hvað er það nákvæmlega sem gerir það að verkum að við vöknum hress? Fyrirtæki í svefnlausnum vinna öll að því að þróa tækni sem skilar okkur einmitt betri morgundegi því við vitum að gæði svefns hafa áhrif á það hvernig dagsform okkar er. Við erum orkumeiri þegar við vöknum úthvíld og þegar við vöknum hress og endurnærð viljum við geta endurtekið leikinn,“ útskýrir Mónica. Þar komi gagnasöfnun að notum.

„Með því að safna gögnum meðan við sofum yfir hjartslátt, andardrátt, hreyfingar, lengd djúpsvefns, hrotur og fleira fáum við yfirsýn yfir svefnmunstur okkar og getum sett það í samhengi við það sem við gerðum daginn áður. Ef ég sef illa einhverja nóttina og gögnin sýna mér að ég náði nánast engum djúpsvefni get ég skoðað hvað ég borðaði daginn áður, var mikið stress og álag í vinnunni, drakk ég mikið kaffi, of lítið vatn, var ég í veislu, stundaði ég hreyfingu, hvað var klukkan þegar ég fór að sofa og svo framvegis. Smám saman fáum við yfirsýn og getum lagað til í lífsstílnum til að hámarka gæði svefns sem flestar nætur,“ segir Mónica.

Hún bendir á að fleiri og fleiri noti snjalllausnir til að kortleggja hreyfingu og mataræði og styðja þannig við heilbrigðan lífsstíl. Kortlagning svefns skipti ekki síður máli gagnvart heilsunni en við eyðum meirihluta ævinnar í rúminu.

Rúmið grípur inn í hroturnar

„Snjallkerfið í rúmbotnunum okkar er afar auðvelt að nota. Notandinn tengist því á fyrsta degi og ekki þarf að kveikja eða slökkva né hlaða. Kerfið nemur eins og áður sagði andardrátt, hjartslátt, hreyfingar og fleira og það bregst við. Til dæmis bregst kerfið við þegar við byrjum að hrjóta og hækkar örlítið undir höfðalaginu. Í kerfinu er líka „vekjaraklukka“ sem virkar þannig að rúmið fer hægt og rólega í ákveðna stöðu, til dæmis klukkan 7 og við vöknum rólega. Viðskiptavinir okkar eru mjög hrifnir af svona lausnum,“ segir Mónica og Nuno bætir því við að snjalllausnir fyrir bættan svefn séu framtíðin.

„Fleiri og fleiri hlutir á heimilum okkar verða snjallvæddir og rúmin eru þar engin undantekning. Við trúum því að stillanleg rúm og snjallrúm séu framtíðin og meira en 60% af okkar vörulínu hefur þegar einhverja snjallmöguleika. Hjá Vogue fyrir heimilið fást nánast allar okkar vörur í dag. Ergomotion kynnir nýjar vörur og ný kerfi á hverju ári og Íslendingar munu hafa aðgang að allri línunni,“ segir Nuno.

Enn frekari snjalllausnir eru í þróun hjá Ergomotion.

Stillanlegir dagar standa nú yfir í Vogue fyrir heimilið og er 20 % afsláttur af öllum stillanlegum heilsurúmum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×