Handbolti

Íslendingar dæma Íslendingaslag í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anton og Jónas daæma Íslendingaslag Flensburg og Kielce í Meistaradeildinni á morgun.
Anton og Jónas daæma Íslendingaslag Flensburg og Kielce í Meistaradeildinni á morgun. vísir/stefán

Handboltadómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma stórleik Flensburg og Kielce í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Dómaraparið er ekki að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu, en þetta verður í þriðja skiptið sem þeir félagar dæma leik í Meistaradeildinni. Þá hafa þeir verið taldir meðal bestu dómara Íslands um árabil.

Leikur Flensburg og Kielce er flokkaður sem stórleikur dagsins hjá evrópska handknattleikssambandinu, EHF, og mun leikurinn því fá sérstaka athygli á samfélagsmiðlum þeirra.

Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg sem situr í fimmta sæti B-riðils með níu stig eftir tíu leiki og þarf á sigri að halda til að halda sér í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum.

Með Kielce leika þeir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Liðið trónir á toppi riðilsins með 14 stig, en Kielce hefur hins vegar tapað seinustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×