Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2022 11:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur svarað Þórði Snæ á Twitter og segist hvergi hafa gefið það í skyn að Þórður Snær hafi gert af sér: „Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök.“ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. Vísir sagði í gær af viðhorfum Bjarna til þess að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hafi kallað til yfirheyrslu fjóra blaðamenn. Hann telur ekkert óeðlilegt við það. Þórður Snær stingur niður penna á Twitter af þessu tilefni og ljóst er að hann telur illa að sér vegið af hálfu Bjarna. „Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“ Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Bjarni hefur nú svarað þessum orðum Þórðar og telur ritstjórann fara offari í túlkun á orðum sínum. „Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra,“ segir Bjarni í svari og vill meina að hann sé ekki að misnota stöðu sína. Þá hafnar hann því að hann sé að þjófkenna Þórð. „Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ segir Bjarni. Málið snýst um brot gegn friðhelgi einkalífsins Mikil umræða geisar nú um þennan þátt málsins, lögreglurannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja og að á gögnum þaðan byggist fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar á hinni svokölluðu Skrímsladeild Samherja sem lagðist í ófrægingarherferð í kjölfar Samherjamálsins. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fyrirspurna í vikunni: „Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“ Að hafa réttarstöðu sakbornings Fjórmenningarnir; Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV, hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Gísli Tryggvason, landsréttarlögmaður með mikla reynslu af sakamálum, segir það fræðilega og almennt geta talist betra að hafa réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í stað þess að vera vitni - af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi þarf maður þá ekki að tjá sig. Það er vitnaskylda á Íslandi og vitni þurfa að tjá sig, en sakborningum er ekki skylt að tjá sig. Hin ástæðan er sú að ef maður sem er í skýrslutöku hjá lögreglu eða dómstóli segir ósatt, til dæmis viljandi, þá verður sakborningi ekki refsað fyrir að segja ósatt um sakarefni. Það er hins vegar refsivert ef maður er vitni,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. 11:50 Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Samfélagsmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Vísir sagði í gær af viðhorfum Bjarna til þess að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hafi kallað til yfirheyrslu fjóra blaðamenn. Hann telur ekkert óeðlilegt við það. Þórður Snær stingur niður penna á Twitter af þessu tilefni og ljóst er að hann telur illa að sér vegið af hálfu Bjarna. „Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“ Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Bjarni hefur nú svarað þessum orðum Þórðar og telur ritstjórann fara offari í túlkun á orðum sínum. „Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra,“ segir Bjarni í svari og vill meina að hann sé ekki að misnota stöðu sína. Þá hafnar hann því að hann sé að þjófkenna Þórð. „Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ segir Bjarni. Málið snýst um brot gegn friðhelgi einkalífsins Mikil umræða geisar nú um þennan þátt málsins, lögreglurannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja og að á gögnum þaðan byggist fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar á hinni svokölluðu Skrímsladeild Samherja sem lagðist í ófrægingarherferð í kjölfar Samherjamálsins. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fyrirspurna í vikunni: „Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“ Að hafa réttarstöðu sakbornings Fjórmenningarnir; Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV, hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Gísli Tryggvason, landsréttarlögmaður með mikla reynslu af sakamálum, segir það fræðilega og almennt geta talist betra að hafa réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í stað þess að vera vitni - af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi þarf maður þá ekki að tjá sig. Það er vitnaskylda á Íslandi og vitni þurfa að tjá sig, en sakborningum er ekki skylt að tjá sig. Hin ástæðan er sú að ef maður sem er í skýrslutöku hjá lögreglu eða dómstóli segir ósatt, til dæmis viljandi, þá verður sakborningi ekki refsað fyrir að segja ósatt um sakarefni. Það er hins vegar refsivert ef maður er vitni,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. 11:50 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Samfélagsmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent