Liverpool í kjörstöðu eftir góða ferð til Mílanó Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. febrúar 2022 21:55 Þægilegt hjá Liverpool í kvöld. vísir/Getty Liverpool er með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn gegn Ítalíumeisturum Inter Milan eftir góða ferð til Mílanó í kvöld. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en leikurinn endaði á fullkominn hátt fyrir enska liðið og má segja að það hafi verið verðskuldað en heimamenn í Inter áttu ekki eitt skot á mark Liverpool í leiknum. Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino kom inn af varamannabekknum hjá Liverpool í hálfleik og hann sá um að opna markareikninginn á Giuseppe Meazza þegar hann skoraði á 75.mínútu og kom Liverpool í forystu. . . #INTLIV | #UCL pic.twitter.com/nwP8o6Znp8— Liverpool FC (@LFC) February 16, 2022 Skömmu síðar, eða á 83.mínútu tvöfaldaði Mohamed Salah forystuna fyrir Liverpool og tryggði þar með enska liðinu 0-2 sigur. Mo Salah's last eight away Champions League games: pic.twitter.com/sqPaTWclGF— B/R Football (@brfootball) February 16, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool er með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn gegn Ítalíumeisturum Inter Milan eftir góða ferð til Mílanó í kvöld. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en leikurinn endaði á fullkominn hátt fyrir enska liðið og má segja að það hafi verið verðskuldað en heimamenn í Inter áttu ekki eitt skot á mark Liverpool í leiknum. Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino kom inn af varamannabekknum hjá Liverpool í hálfleik og hann sá um að opna markareikninginn á Giuseppe Meazza þegar hann skoraði á 75.mínútu og kom Liverpool í forystu. . . #INTLIV | #UCL pic.twitter.com/nwP8o6Znp8— Liverpool FC (@LFC) February 16, 2022 Skömmu síðar, eða á 83.mínútu tvöfaldaði Mohamed Salah forystuna fyrir Liverpool og tryggði þar með enska liðinu 0-2 sigur. Mo Salah's last eight away Champions League games: pic.twitter.com/sqPaTWclGF— B/R Football (@brfootball) February 16, 2022
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti