Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. febrúar 2022 19:50 Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira