Fjölniskonur tóku frumkvæðið snemma leiks og leiddu með tólf stigum í hálfleik, 43-31.
Þó Keflavíkurkonur hafi barist af krafti í síðari hálfleik héldu Fjölniskonur yfirhöndinni allan tímann og unnu að lokum öruggan sextán stiga sigur, 99-83.
Aliyah Mazyck var atkvæðamest í liði Fjölnis með 25 stig auk þess að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar.
Í liði Keflavíkur var Daniella Morillo allt í öllu með 31 stig og tíu fráköst.
Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína í toppsæti deildarinnar.