Kvennalandsliðið jafnaði lengstu sigurhrinu sína frá upphafi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 12:31 Íslensku leikmennirnir fagna marki Natöshu Mooru Anasi sem kom Íslandi á bragðið gegn Tékklandi. getty/Omar Vega Með sigrinum á Tékklandi á SheBelieves Cup jafnaði íslenska kvennalandsliðið sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Sigurinn á Tékklandi var sjötti sigur Íslands í röð. Sigurgangan hófst einmitt með 4-0 sigri á Tékklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli síðasta haust. Íslenska liðið jafnaði þar með sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Ísland vann einnig sex leiki í röð frá 6. september 1993 til 8. október 1994. Logi Ólafsson stýrði þá íslenska liðinu sem vann Grikkland og Holland tvisvar sinnum og Skotland og Wales einu sinni. Sigurgöngunni lauk þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Englandi á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM 8. október 1994. Sömu úrslit urðu í seinni leiknum á Englandi. Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM síðasta haust en hefur síðan unnið sex leiki í röð, þar af þá fimm fyrstu án þess að fá á sig mark. Íslendingar unnu Tékka 4-0 og Kýpverja 5-0 í undankeppni HM í október í fyrra og sigruðu Japani, 0-2, í vináttulandsleik og Kýpverja aftur í undankeppninni, 0-4, í nóvember. Ísland hefur svo unnið tvo fyrstu leiki sína á SheBelieves Cup, 1-0 gegn Nýja-Sjálandi og 1-2 gegn Tékklandi í nótt. Natasha Moora Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins snemma leiks. Framundan er úrslitaleikur gegn Bandaríkjunum í Dallas aðfaranótt fimmtudags. Íslendingum dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið. Það verður þó við rammann reip að draga gegn heimsmeisturunum sem Ísland hefur aldrei áður unnið. Þorsteinn Halldórsson hefur nú stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum, átta hafa unnist, einn endað með jafntefli og tveir tapast. Markatalan er 24-7. Flestir sigurleikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í röð 6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi) Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Sigurinn á Tékklandi var sjötti sigur Íslands í röð. Sigurgangan hófst einmitt með 4-0 sigri á Tékklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli síðasta haust. Íslenska liðið jafnaði þar með sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Ísland vann einnig sex leiki í röð frá 6. september 1993 til 8. október 1994. Logi Ólafsson stýrði þá íslenska liðinu sem vann Grikkland og Holland tvisvar sinnum og Skotland og Wales einu sinni. Sigurgöngunni lauk þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Englandi á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM 8. október 1994. Sömu úrslit urðu í seinni leiknum á Englandi. Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM síðasta haust en hefur síðan unnið sex leiki í röð, þar af þá fimm fyrstu án þess að fá á sig mark. Íslendingar unnu Tékka 4-0 og Kýpverja 5-0 í undankeppni HM í október í fyrra og sigruðu Japani, 0-2, í vináttulandsleik og Kýpverja aftur í undankeppninni, 0-4, í nóvember. Ísland hefur svo unnið tvo fyrstu leiki sína á SheBelieves Cup, 1-0 gegn Nýja-Sjálandi og 1-2 gegn Tékklandi í nótt. Natasha Moora Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins snemma leiks. Framundan er úrslitaleikur gegn Bandaríkjunum í Dallas aðfaranótt fimmtudags. Íslendingum dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið. Það verður þó við rammann reip að draga gegn heimsmeisturunum sem Ísland hefur aldrei áður unnið. Þorsteinn Halldórsson hefur nú stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum, átta hafa unnist, einn endað með jafntefli og tveir tapast. Markatalan er 24-7. Flestir sigurleikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í röð 6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi)
6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi)
Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira