Segir söluna stærsta dæmið um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2022 07:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera söluna á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun almennilega upp og biðjast afsökunar. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta segir Dagur í samtali við Fréttablaðið í morgun. Hann segir mikill hagnaður Landsvirkjunar sýna fram á að salan hafi verið „algert hneyksli“, söluverðið hafa verið allt of lágt og verði borgin nú af miklum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Reykjavíkurborg fékk á sínum tíma 27 milljarða króna fyrir 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær þrjá milljarða fyrir sinn 5,5 prósenta hlut. Borgarstjóri að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera málið almennilega upp og biðjast afsökunar, en ráðist var í söluna í borgarstjóratíð Sjálfstæðismannanna Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Reykjavík og bæjarstjóratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri. Salan var á sínum tíma rökstudd á þann veg að ekki væri rétt að Reykjavíkurborg ætti hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem væru í samkeppni. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fengu engar fjárhæðir greiddar út vegna sölunnar heldur fór salan fram í formi lífeyrirskuldbindinga. Greint var frá því á dögunum að hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert á milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Reykjavík Akureyri Landsvirkjun Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Fréttablaðið í morgun. Hann segir mikill hagnaður Landsvirkjunar sýna fram á að salan hafi verið „algert hneyksli“, söluverðið hafa verið allt of lágt og verði borgin nú af miklum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Reykjavíkurborg fékk á sínum tíma 27 milljarða króna fyrir 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær þrjá milljarða fyrir sinn 5,5 prósenta hlut. Borgarstjóri að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera málið almennilega upp og biðjast afsökunar, en ráðist var í söluna í borgarstjóratíð Sjálfstæðismannanna Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Reykjavík og bæjarstjóratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri. Salan var á sínum tíma rökstudd á þann veg að ekki væri rétt að Reykjavíkurborg ætti hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem væru í samkeppni. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fengu engar fjárhæðir greiddar út vegna sölunnar heldur fór salan fram í formi lífeyrirskuldbindinga. Greint var frá því á dögunum að hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert á milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð.
Reykjavík Akureyri Landsvirkjun Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21