Udinese náði í stig á San Siro Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2022 19:45 Rafael Leao skoraði mark AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Udinese gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Milan misstigu sig í toppbaráttunni en þeir eru í harðri baráttu við Inter og Napoli um ítalska meistaratitilinn. Heimamenn voru töluvert meira með boltann í dag en Udinese ógnuðu mikið með hraða sínum og krafti. AC Milan tók forystuna eftir tæplega hálftíma leik, Rafael Leão skoraði þá eftir sendingu Sandro Tonali, staðan 1-0 í hálfleik. Hinn 19 ára gamli Destiny Udogie jafnaði metin í síðari hálfleik og þar við sat, lokatölur 1-1. Milan er þó enn á toppnum, nú með 57 stig eftir 27 leiki. Inter er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum en eiga tvo leiki til góða. Napoli er svo jafnt Inter að stigum með jafn mörg stig eftir að hafa leikið leik meira. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Fótbolti
AC Milan og Udinese gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Milan misstigu sig í toppbaráttunni en þeir eru í harðri baráttu við Inter og Napoli um ítalska meistaratitilinn. Heimamenn voru töluvert meira með boltann í dag en Udinese ógnuðu mikið með hraða sínum og krafti. AC Milan tók forystuna eftir tæplega hálftíma leik, Rafael Leão skoraði þá eftir sendingu Sandro Tonali, staðan 1-0 í hálfleik. Hinn 19 ára gamli Destiny Udogie jafnaði metin í síðari hálfleik og þar við sat, lokatölur 1-1. Milan er þó enn á toppnum, nú með 57 stig eftir 27 leiki. Inter er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum en eiga tvo leiki til góða. Napoli er svo jafnt Inter að stigum með jafn mörg stig eftir að hafa leikið leik meira. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.