Fótbolti

Ást­björn semur við FH til þriggja ára

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, og Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, með leikmennina Oliver Heiðarsson, Ástbjörn Þórðarson og Loga Hrafn Róbertsson á milli sín.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, og Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, með leikmennina Oliver Heiðarsson, Ástbjörn Þórðarson og Loga Hrafn Róbertsson á milli sín. vísir/sigurjón

Ástbjörn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH en Hafnfirðingar hafa nú staðfest kaup á þessum fjölhæfa leikmanni sem lék með Keflavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð.

FH seldi hægri bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson nýverið til Sogndal í Noregi og hefur verið í leit að eftirmanni hans síðan. Hinn 22 ára gamli Ástbjörn varð fyrir valinu en þó hann spili aðallega sem hægri bakvörður virðist hann geta leyst nær allar stöður á vellinum.

Ástbjörn var tilkynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi í dag. Á sama tíma var tilkynnt að Oliver Heiðarsson og Logi Hrafn Róbertsson hefðu framlengt samninga sína við félagið út árið 2024.

Klippa: Nýr FH-ingur og tveir með nýjan samning

FH endaði í 6. sæti efstu deildar karla á síðustu leiktíð. Keflavík endaði í 10. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×