Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 30-29 | Tyrkland vann eftir að hafa verið undir allan leikinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. mars 2022 18:00 ísland Serbía í handknattleik kvenna á Ásvöllum 2021 Hsí, handbolti Ísland - Serbía /Jónína Íslenska kvennalandsliðið í handbolta sótti Tyrkland heim í þriðja leik sínum í riðli 6 í undankeppni EM 2022. Sveiflukenndur leikur þar sem íslensku stelpurnar voru með forystuna bróðurpart leiksins. Sterkur lokakafli Tyrklands skilaði eins marks sigri, 30-29. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum voru íslensku stelpurnar komnar í fjögurra marka forystu 3-7. Þá kom fyrsta áhlaup Tyrkja, 0-3 kafli hjá þeim tyrknesku og náðu þær að minnka muninn í eitt mark, 6-7. Þá gáfu íslensku stelpurnar í og fimm mínútum seinna var staðan 6-10 fyrir Ísland. Tyrkir tóku leikhlé og skipulögðu sig betur og stuttu seinna kom aftur áhlaup, 0-4 kafli hjá Tyrkjum og náðu þær aftur að minnka muninn niður í eitt mark, 11-12. Íslensku stelpurnar reyndu að slíta þær frá sér en það gekk ekki og var Ísland einu marki yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-16. Ísland hélt áfram að vera með forskot í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að Tyrkland náði að jafna leikinn á köflum. Leikurinn hélt áfram að vera sveiflukenndur og náði Íslenska liðið ekki aftur jafn góðri forystu líkt og í fyrri hálfleiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni leiknum var Ísland einu marki yfir 23-24 og náðu Íslensku stelpurnar ekki að hrista þær tyrknesku almennilega af sér. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og voru mikil læti á vellinum. Algjört ráðaleysi ríkti á dómaraborðinu, þar sem ekki heyrðist í flautunni þegar að þjálfarar liðana tóku leikhlé og skoruðu Íslendingar mark sem var seinna dæmt af þar sem Tyrkir áttu að hafa tekið leikhlé. Lokakaflinn einkenndist af klaufalegum mistökum þar sem íslenska liðið kastaði stiginu frá sér og kom Yezil Özel Tyrkjum yfir og sigldi þessu heim. Lokatölur 30-29. Af hverju vann Tyrkland? Það er alveg hreint ótrúlegt að þær hafi endað með tvö stig úr þessum leik. Eftir að hafa verið undir allan leikinn tókst þeim að koma sér einu marki yfir þegar að tvær mínútur voru eftir og Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta síðustu sóknina. Þetta var bara virkilega klókt af Tyrkjum, þær styrktu varnarleikinn sinn talsvert á síðustu 10 mínútum leiksins sem Ísland réði illa við og svo nýttu þær færin sín vel. Hverjar stóðu upp úr? Lovísa Thompson átti frábæra innkomu í íslenska liðið og endaði með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru með fjögur mörk hvor. Varnarleikur Íslands í fyrri hálfleik var frábær með Sunnu Jónsdóttur í fararbroddi sem stal þó nokkrum boltum af tyrkneska liðinu. Hvað gekk illa? Lokakaflinn hjá íslenska liðinu var slakur og í raun gegn gangi leiksins. Þær voru búnar að vera með yfirhöndina allan leikinn en kasta þessu frá sér á lokametrunum. Þær fóru að kasta boltanum út af og missa boltann. Þær áttu erfitt með að komast í gegnum sterka vörn Tyrkja og náðu þær tyrknesku að rölta í gegnum vörnina. Hvað gerist næst? Ísland-Tyrkland fer fram á Ásvöllum á sunnudaginn 6. mars kl 16:00. Frítt verður í boði Olís og því um að gera að fjölmenna og hvetja Stelpurnar okkar. EM kvenna í handbolta 2022
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta sótti Tyrkland heim í þriðja leik sínum í riðli 6 í undankeppni EM 2022. Sveiflukenndur leikur þar sem íslensku stelpurnar voru með forystuna bróðurpart leiksins. Sterkur lokakafli Tyrklands skilaði eins marks sigri, 30-29. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum voru íslensku stelpurnar komnar í fjögurra marka forystu 3-7. Þá kom fyrsta áhlaup Tyrkja, 0-3 kafli hjá þeim tyrknesku og náðu þær að minnka muninn í eitt mark, 6-7. Þá gáfu íslensku stelpurnar í og fimm mínútum seinna var staðan 6-10 fyrir Ísland. Tyrkir tóku leikhlé og skipulögðu sig betur og stuttu seinna kom aftur áhlaup, 0-4 kafli hjá Tyrkjum og náðu þær aftur að minnka muninn niður í eitt mark, 11-12. Íslensku stelpurnar reyndu að slíta þær frá sér en það gekk ekki og var Ísland einu marki yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-16. Ísland hélt áfram að vera með forskot í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að Tyrkland náði að jafna leikinn á köflum. Leikurinn hélt áfram að vera sveiflukenndur og náði Íslenska liðið ekki aftur jafn góðri forystu líkt og í fyrri hálfleiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni leiknum var Ísland einu marki yfir 23-24 og náðu Íslensku stelpurnar ekki að hrista þær tyrknesku almennilega af sér. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og voru mikil læti á vellinum. Algjört ráðaleysi ríkti á dómaraborðinu, þar sem ekki heyrðist í flautunni þegar að þjálfarar liðana tóku leikhlé og skoruðu Íslendingar mark sem var seinna dæmt af þar sem Tyrkir áttu að hafa tekið leikhlé. Lokakaflinn einkenndist af klaufalegum mistökum þar sem íslenska liðið kastaði stiginu frá sér og kom Yezil Özel Tyrkjum yfir og sigldi þessu heim. Lokatölur 30-29. Af hverju vann Tyrkland? Það er alveg hreint ótrúlegt að þær hafi endað með tvö stig úr þessum leik. Eftir að hafa verið undir allan leikinn tókst þeim að koma sér einu marki yfir þegar að tvær mínútur voru eftir og Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta síðustu sóknina. Þetta var bara virkilega klókt af Tyrkjum, þær styrktu varnarleikinn sinn talsvert á síðustu 10 mínútum leiksins sem Ísland réði illa við og svo nýttu þær færin sín vel. Hverjar stóðu upp úr? Lovísa Thompson átti frábæra innkomu í íslenska liðið og endaði með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru með fjögur mörk hvor. Varnarleikur Íslands í fyrri hálfleik var frábær með Sunnu Jónsdóttur í fararbroddi sem stal þó nokkrum boltum af tyrkneska liðinu. Hvað gekk illa? Lokakaflinn hjá íslenska liðinu var slakur og í raun gegn gangi leiksins. Þær voru búnar að vera með yfirhöndina allan leikinn en kasta þessu frá sér á lokametrunum. Þær fóru að kasta boltanum út af og missa boltann. Þær áttu erfitt með að komast í gegnum sterka vörn Tyrkja og náðu þær tyrknesku að rölta í gegnum vörnina. Hvað gerist næst? Ísland-Tyrkland fer fram á Ásvöllum á sunnudaginn 6. mars kl 16:00. Frítt verður í boði Olís og því um að gera að fjölmenna og hvetja Stelpurnar okkar.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti