Vill að loftvarnaflautur ómi í öllum borgum Evrópu Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 15:13 Tanya Korolenko er nú á leið frá Kænugarði. Rússneski herinn sprengdi sjónvarpsturn þar á þriðjudag og olli truflunum á sjónvarpsútsendingum. Aðsend/Getty Íbúa Kænugarðs líður eins og hún hafi ferðast aftur í tímann. Hún segir að fáir hafi gert ráð fyrir allsherjar hernaðarinnrás Rússa inn í Úkraínu og margir íbúar hafi jafnvel sýnt gáleysi. Tanya Korolenko er 35 ára kennari sem rekur lítinn enskuskóla í borginni. Hún segir að íbúar séu stressaðir og óttaslegnir en reyni að halda í bjartsýnina. Það sé súrrealískt að upplifa stríðsátök á eigin skinni á 21. öldinni. Fyrir henni tilheyri skriðdrekar og herþotur löngu liðnum heimsstyrjöldum. „Ég trúi því ekki að fólk sé að gera árásir á annað fólk. Og fyrir hvað? Hver er tilgangurinn? Hver er ástæðan. Hvers vegna er þetta að gerast? Úkraínumenn eru mjög friðsamir og það er örugglega þess vegna sem alveg fram undir það síðasta þá leiddi ég ekki hugann að hernaðarlegum átökum. Ég trúði því ekki að Rússar myndu ráðast á okkur.“ „Ég er hrædd við að deyja. Ég er ung og það er enn margt sem mig langar að gera,“ segir Tanya í samtali við Vísi. Óvissan sé verst Tanya býr í miðborg Kænugarðs og hefur heyrt í nokkrum sprengingum. Hún segir að loftvarnir Úkraínuhers hafi þó stöðvað flestar árásirnar og lítið sé um brak í miðri borginni. Þó sé fyrirsjáanlegt að Rússar muni beina sjónum sínum enn frekar að svæðinu í ljósi þess að þar megi finna þinghúsið og aðrar mikilvægar stjórnarbyggingar. Í aðdraganda innrásar Rússa inn í Úkraínu fyrir rúmri viku sendu margir erlendir vinir hennar skilaboð til að grennslast fyrir um stöðuna. „Þau spurðu hvort ég væri áhyggjufull og hvort það væri mögulega betra fyrir mig að fara en ég spurði hreinlega: Hvers vegna? Hvers vegna ætti ég að fara?‘“ „Svo ég myndi segja að ég hafi verið gálaus, og hið sama á við um mjög marga Úkraínumenn. Þess vegna finnst okkur við enn vera í áfalli, jafnvel sjö til átta dögum síðar.“ Tanya segir að nú reyni íbúar landsins að læra að lifa með þessum nýja veruleika. Það versta sé að engin leið sé til að vita hversu lengi átökin muni vara, hvort það verði vikur eða ár, eða hvort líf íbúa verði nokkurn tímann eins og það var. „Þegar ég heyrði í loftvarnaflautunum í fyrsta skipti þá leið mér eins og árið væri 1942. Ég óska þess að allar borgir í Evrópu þyrftu að heyra í þeim. Bara einu sinni. Til að vara fólk við því hvernig þeirra friðsama og venjubundna líf getur breyst án nokkurs fyrirvara.“ Fólk sem hefur ekki aðgang að sprengjubyrgjum við heimili sín hefur leitað í neðanjarðarlestarstöðvar í stórum stíl.Getty/Chris McGrath Hefur leitað skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fyrstu þrjár næturnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu svaf Tanya í neðanjarðarlestarstöð líkt og margir íbúar borgarinnar til að skýla sér fyrir loftárásum. „Eftir það var ég eina nótt heima því ég var virkilega úrvinda. Mér var eiginlega sama ef ég myndi deyja þessa nótt. Ég myndi allavega fá að sofa heima í mínu eigin rúmi,“ segir Tanya en eftir það svaf hún aftur á lestarstöðinni því ítrekað var varað við loftárásum. Hún segir sumar stöðvarnar mjög þéttsetnar og fólk flykkist þangað með börn, farangur og gæludýr. „Mér leið eins og ég væri heimilislaus. Núna veit ég hvernig heimilislausu fólki líður en ég var allavega með svefnpoka því sumir eru ekki með neitt. Þau voru ekki undirbúin fyrir þetta.“ „Það er ekkert vit í þessu stríði. Ég meina ég skil hvers vegna það gerðist, en sem siðmenntuð manneskja á 21. öldinni þá skil ég ekki af hverju fólk ætti að gera þetta. Öldin þar sem við hugum að tækni, vistfræði, þróun og jafnvel geimkönnun. Hvers vegna eyðileggjum við hluti í stað þess að skapa eitthvað?“ segir Tanya forviða. Hún óttast örlög sögufrægra bygginga. „Ég virkilega elska Kænugarð og miðborgin okkar er virkilega falleg. Hér er mikið af byggingalist sem er þúsund ára gömul og er á lista heimsminjaskrár UNESCO. Það væri mjög sárt ef það myndi eitthvað gerast við þessar byggingar.“ Á leið sinni úr Kænugarði í dag varð Tanya vör við það sem lítur út fyrir að vera hluti úr eldflaug.Aðsend Ákvað loks að flýja borgina Þegar fréttamaður ræddi við Tanya í gær var hún enn stödd í Kænugarði á sama tíma og fjölmargir íbúar höfðu yfirgefið höfuðborgina. Nú í morgun tók hún ákvörðun um að fara til foreldra sinna í Lysianka í suðurhluta Úkraínu, eftir að fregnir bárust af alvarlegum árásum rússneska hersins á borgina Enerhodar og nærliggjandi Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuvers í Evrópu. Rússar hafa nú náð kjarnorkuverinu á sitt vald. Foreldrar hennar búa í um 200 kílómetrum frá höfuðborginni. Tanya segir að mamma hennar og fjölskylda hafi haft miklar áhyggjur, vitandi af henni í Kænugarði. „Auðvitað er mamma mín áhyggjufull, hún vill ekki að ég deyi.“ Tanya segir skýrar ástæður fyrir því hvers vegna hún ákvað að vera áfram í borginni á meðan aðrir flúðu. „Ef maður flýr þá er það eins og að gefast upp. Kannski er þetta bara ímyndun en ég hugsa að ef úkraínski herinn veit að það er enn fólk hérna þá mun það kannski efla hann og hvetja hermennina til að verja borgina, vitandi að þar eru óbreyttir borgarar.“ „Íbúarnir mynda sálina í hverri borg og ef þær eru yfirgefnar, þá er það eins og að segja Rússunum að koma hingað og taka allt sem þeir vilja. Borgin sé tóm og allir farnir,“ sagði Tanya í gær. Hún bætti þá við að ef átökin myndu stigmagnast þá ætti fólk að sjálfsögðu ekki að leggja líf sitt í hættu. Síðustu daga hefur hver einasti morgunn hjá Tanya byrjað á því að meta stöðuna, hvar hún eigi að gista og hvort hún verði áfram í Kænugarði. Þá hefur bakpoki með nauðsynlegum skjölum, fötum og vistum alltaf verið með í för ef hún þyrfti að flýja skyndilega. Rúm vika er liðin frá því að innrás rússneskra hersveita hófst inn í Úkraínu og nálgast þær ört höfuðborgina.Getty/Aytac Una Grunaði ekki að Rússar myndu gera allsherjarárás Tanya segir að átökin hafi umturnað lífi Úkraínumanna á svipstundu og nú sé líkt og tíminn sé frosinn. „Áður en þetta byrjaði þá hafði ég aldrei sofið í neðanjarðarlestarstöð. Ég hafði aldrei heyrt loftvarnaflautur.“ Þrátt fyrir að stríð hafi verið háð á Krímskaga og Donbas síðustu átta ár hafi líf verið friðsælt í Kænugarði. Helgina áður en innrás Rússa hófst var Tanya stödd í Karpatafjöllum þar sem hún leitaði að staðsetningu fyrir ungmennabúðir sem hún var að skipuleggja. „Þá leið mömmu eins og eitthvað væri að fara að gerast og sagði mér að kannski ætti ég að bíða í nokkra daga með að fara aftur til Kænugarðs. Tanya gaf lítið fyrir áhyggjur móður sinnar og sneri aftur til Kænugarðs á tilsettum tíma. Skömmu síðar hófst innrás Rússa inn í Úkraínu. Hún hafði engan veginn gert sér í hugarlund að Rússar hygðust gera allsherjar hernaðarinnrás inn í landið, átökin snerust frekar um Krímskaga og Donbas-héraðið. Tanya freisti þess að gista í íbúð sinni í eina nótt áður en hún flúði aftur neðanjarðar.Vísir Telur að herinn nái að verja borgina Útgöngubann er í gildi Í Kænugarði frá klukkan 20 til 7 á morgnanna og þess á milli er hægt að fara í matvöruverslanir og apótek. Þó er mælt með því að fólk haldi sig mest innandyra. Tanya segir langar raðir fyrir utan matvöruverslanir hafi leitt til þess að hún hafi horfið frá. Erfiðast sé að fá brauð en almennt sé ágætt úrval af grænmeti, pasta, dósamat og öðru. Dæmi séu um að dýrar vörur hafi hækkað í verði. „Ég get ekki sagt að við séum svöng. Það er matur en sumar búðarhillurnar eru mjög tómar.“ Tanya kveðst vera viss um að Rússar muni ekki ná Kænugarði á sitt vald og að Úkraína muni halda sjálfstæði sínu. Ef þeir komist inn í borgina muni þeir mæta mjög öflugri mótstöðu. Að lokum sé það mjög dýrmætt fyrir íbúa Úkraínu að finna fyrir stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Þau séu þakklát fyrir að þrátt fyrir allt sem á hafi gengið standi þau ekki ein. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tanya Korolenko er 35 ára kennari sem rekur lítinn enskuskóla í borginni. Hún segir að íbúar séu stressaðir og óttaslegnir en reyni að halda í bjartsýnina. Það sé súrrealískt að upplifa stríðsátök á eigin skinni á 21. öldinni. Fyrir henni tilheyri skriðdrekar og herþotur löngu liðnum heimsstyrjöldum. „Ég trúi því ekki að fólk sé að gera árásir á annað fólk. Og fyrir hvað? Hver er tilgangurinn? Hver er ástæðan. Hvers vegna er þetta að gerast? Úkraínumenn eru mjög friðsamir og það er örugglega þess vegna sem alveg fram undir það síðasta þá leiddi ég ekki hugann að hernaðarlegum átökum. Ég trúði því ekki að Rússar myndu ráðast á okkur.“ „Ég er hrædd við að deyja. Ég er ung og það er enn margt sem mig langar að gera,“ segir Tanya í samtali við Vísi. Óvissan sé verst Tanya býr í miðborg Kænugarðs og hefur heyrt í nokkrum sprengingum. Hún segir að loftvarnir Úkraínuhers hafi þó stöðvað flestar árásirnar og lítið sé um brak í miðri borginni. Þó sé fyrirsjáanlegt að Rússar muni beina sjónum sínum enn frekar að svæðinu í ljósi þess að þar megi finna þinghúsið og aðrar mikilvægar stjórnarbyggingar. Í aðdraganda innrásar Rússa inn í Úkraínu fyrir rúmri viku sendu margir erlendir vinir hennar skilaboð til að grennslast fyrir um stöðuna. „Þau spurðu hvort ég væri áhyggjufull og hvort það væri mögulega betra fyrir mig að fara en ég spurði hreinlega: Hvers vegna? Hvers vegna ætti ég að fara?‘“ „Svo ég myndi segja að ég hafi verið gálaus, og hið sama á við um mjög marga Úkraínumenn. Þess vegna finnst okkur við enn vera í áfalli, jafnvel sjö til átta dögum síðar.“ Tanya segir að nú reyni íbúar landsins að læra að lifa með þessum nýja veruleika. Það versta sé að engin leið sé til að vita hversu lengi átökin muni vara, hvort það verði vikur eða ár, eða hvort líf íbúa verði nokkurn tímann eins og það var. „Þegar ég heyrði í loftvarnaflautunum í fyrsta skipti þá leið mér eins og árið væri 1942. Ég óska þess að allar borgir í Evrópu þyrftu að heyra í þeim. Bara einu sinni. Til að vara fólk við því hvernig þeirra friðsama og venjubundna líf getur breyst án nokkurs fyrirvara.“ Fólk sem hefur ekki aðgang að sprengjubyrgjum við heimili sín hefur leitað í neðanjarðarlestarstöðvar í stórum stíl.Getty/Chris McGrath Hefur leitað skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fyrstu þrjár næturnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu svaf Tanya í neðanjarðarlestarstöð líkt og margir íbúar borgarinnar til að skýla sér fyrir loftárásum. „Eftir það var ég eina nótt heima því ég var virkilega úrvinda. Mér var eiginlega sama ef ég myndi deyja þessa nótt. Ég myndi allavega fá að sofa heima í mínu eigin rúmi,“ segir Tanya en eftir það svaf hún aftur á lestarstöðinni því ítrekað var varað við loftárásum. Hún segir sumar stöðvarnar mjög þéttsetnar og fólk flykkist þangað með börn, farangur og gæludýr. „Mér leið eins og ég væri heimilislaus. Núna veit ég hvernig heimilislausu fólki líður en ég var allavega með svefnpoka því sumir eru ekki með neitt. Þau voru ekki undirbúin fyrir þetta.“ „Það er ekkert vit í þessu stríði. Ég meina ég skil hvers vegna það gerðist, en sem siðmenntuð manneskja á 21. öldinni þá skil ég ekki af hverju fólk ætti að gera þetta. Öldin þar sem við hugum að tækni, vistfræði, þróun og jafnvel geimkönnun. Hvers vegna eyðileggjum við hluti í stað þess að skapa eitthvað?“ segir Tanya forviða. Hún óttast örlög sögufrægra bygginga. „Ég virkilega elska Kænugarð og miðborgin okkar er virkilega falleg. Hér er mikið af byggingalist sem er þúsund ára gömul og er á lista heimsminjaskrár UNESCO. Það væri mjög sárt ef það myndi eitthvað gerast við þessar byggingar.“ Á leið sinni úr Kænugarði í dag varð Tanya vör við það sem lítur út fyrir að vera hluti úr eldflaug.Aðsend Ákvað loks að flýja borgina Þegar fréttamaður ræddi við Tanya í gær var hún enn stödd í Kænugarði á sama tíma og fjölmargir íbúar höfðu yfirgefið höfuðborgina. Nú í morgun tók hún ákvörðun um að fara til foreldra sinna í Lysianka í suðurhluta Úkraínu, eftir að fregnir bárust af alvarlegum árásum rússneska hersins á borgina Enerhodar og nærliggjandi Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuvers í Evrópu. Rússar hafa nú náð kjarnorkuverinu á sitt vald. Foreldrar hennar búa í um 200 kílómetrum frá höfuðborginni. Tanya segir að mamma hennar og fjölskylda hafi haft miklar áhyggjur, vitandi af henni í Kænugarði. „Auðvitað er mamma mín áhyggjufull, hún vill ekki að ég deyi.“ Tanya segir skýrar ástæður fyrir því hvers vegna hún ákvað að vera áfram í borginni á meðan aðrir flúðu. „Ef maður flýr þá er það eins og að gefast upp. Kannski er þetta bara ímyndun en ég hugsa að ef úkraínski herinn veit að það er enn fólk hérna þá mun það kannski efla hann og hvetja hermennina til að verja borgina, vitandi að þar eru óbreyttir borgarar.“ „Íbúarnir mynda sálina í hverri borg og ef þær eru yfirgefnar, þá er það eins og að segja Rússunum að koma hingað og taka allt sem þeir vilja. Borgin sé tóm og allir farnir,“ sagði Tanya í gær. Hún bætti þá við að ef átökin myndu stigmagnast þá ætti fólk að sjálfsögðu ekki að leggja líf sitt í hættu. Síðustu daga hefur hver einasti morgunn hjá Tanya byrjað á því að meta stöðuna, hvar hún eigi að gista og hvort hún verði áfram í Kænugarði. Þá hefur bakpoki með nauðsynlegum skjölum, fötum og vistum alltaf verið með í för ef hún þyrfti að flýja skyndilega. Rúm vika er liðin frá því að innrás rússneskra hersveita hófst inn í Úkraínu og nálgast þær ört höfuðborgina.Getty/Aytac Una Grunaði ekki að Rússar myndu gera allsherjarárás Tanya segir að átökin hafi umturnað lífi Úkraínumanna á svipstundu og nú sé líkt og tíminn sé frosinn. „Áður en þetta byrjaði þá hafði ég aldrei sofið í neðanjarðarlestarstöð. Ég hafði aldrei heyrt loftvarnaflautur.“ Þrátt fyrir að stríð hafi verið háð á Krímskaga og Donbas síðustu átta ár hafi líf verið friðsælt í Kænugarði. Helgina áður en innrás Rússa hófst var Tanya stödd í Karpatafjöllum þar sem hún leitaði að staðsetningu fyrir ungmennabúðir sem hún var að skipuleggja. „Þá leið mömmu eins og eitthvað væri að fara að gerast og sagði mér að kannski ætti ég að bíða í nokkra daga með að fara aftur til Kænugarðs. Tanya gaf lítið fyrir áhyggjur móður sinnar og sneri aftur til Kænugarðs á tilsettum tíma. Skömmu síðar hófst innrás Rússa inn í Úkraínu. Hún hafði engan veginn gert sér í hugarlund að Rússar hygðust gera allsherjar hernaðarinnrás inn í landið, átökin snerust frekar um Krímskaga og Donbas-héraðið. Tanya freisti þess að gista í íbúð sinni í eina nótt áður en hún flúði aftur neðanjarðar.Vísir Telur að herinn nái að verja borgina Útgöngubann er í gildi Í Kænugarði frá klukkan 20 til 7 á morgnanna og þess á milli er hægt að fara í matvöruverslanir og apótek. Þó er mælt með því að fólk haldi sig mest innandyra. Tanya segir langar raðir fyrir utan matvöruverslanir hafi leitt til þess að hún hafi horfið frá. Erfiðast sé að fá brauð en almennt sé ágætt úrval af grænmeti, pasta, dósamat og öðru. Dæmi séu um að dýrar vörur hafi hækkað í verði. „Ég get ekki sagt að við séum svöng. Það er matur en sumar búðarhillurnar eru mjög tómar.“ Tanya kveðst vera viss um að Rússar muni ekki ná Kænugarði á sitt vald og að Úkraína muni halda sjálfstæði sínu. Ef þeir komist inn í borgina muni þeir mæta mjög öflugri mótstöðu. Að lokum sé það mjög dýrmætt fyrir íbúa Úkraínu að finna fyrir stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Þau séu þakklát fyrir að þrátt fyrir allt sem á hafi gengið standi þau ekki ein.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira