Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi fór rútan útaf veginum í gærkvöldi en hálka og slabb var á slysstað og aðstæður til aksturs krefjandi. Engin slys urðu á fólki og voru farþegar fluttir áfram með öðrum rútum sem fengnar voru á svæðið.
Verið er að vinna að því að ná rútunni upp á veginn og var umferð stýrt á meðan og einhverjar tafir á umferð. Að sögn lögreglu á það þó aðeins vara í skamman tíma.