Rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Nikita Mazepin rekinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. mars 2022 07:00 Nikita Mazepin. Samningi Nikita Mazepin um sæti hjá Haas F1 liðinu í Formúlu 1 hefur verið rift og tekur riftunin gildi samstundis. Riftunin kemur í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Sömuleiðis hefur samningi Uralkali, aðalstyrktaraðila Haas liðsins verið rift. Uralkali er að miklu leyti í eigu föður Nikita Mazepin, Dmitry Mazepin. Haas liðið keppir undir bandarísku leyfi og er í eigu Gene Haas, sem einnig á Nascar lið sem hefur náð miklum árangri. „Haas F1 liðið hefur ákveðið að rifta samstundis samningi titil styrktaraðila síns, Uralkali og ökumannssamningi Nikita Mazepin,“ sagði í yfirlýsingu frá Gene Haas vegna málsins. „Ásamt öðrum í Formúlu 1 samfélaginu er okkur brugðið og við erum sorgmædd yfir innrásinni í Úkraínu og óskum þess að henni ljúki sem fyrst með sem friðsamlegustum hætti,“ bætti Haas við. Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) hafði tekið ákvörðun um að banna rússneskum og hvítrússneskum keppendum að nota þjóðfána sína og skyldu þeir nota hlutlausan fána FIA. Breska akstursíþróttasambandið tók stærra skref og meinaði rússneskum og hvítrússneskum keppendum þáttöku í mótum félagsins. Sem hefði komið í veg fyrir þátttöku Mazepin í breska kappakstrinum á Silverstone sem dæmi. Hér að neðan má sjá viðbrögð Nikita Mazepin á Instagram. Hann er ósáttur við ákvörðun liðsins og kveðst hafa verið reiðubúinn að gangast við kröfum FIA. View this post on Instagram A post shared by NIKITA (@nikita_mazepin) Haas liðið fjarlægði merkingar Uralkali af keppnis- og sendibílum sínum á meðan á fyrstu æfingum fyrir komandi keppnistímabil stóð í Barcelona í lok febrúar. Formúla 1 hefur nú ákveðið að ekki verði haldin kappakstur í Rússlandi um ókomna tíð. Innrás Rússa í Úkraínu Formúla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Haas liðið keppir undir bandarísku leyfi og er í eigu Gene Haas, sem einnig á Nascar lið sem hefur náð miklum árangri. „Haas F1 liðið hefur ákveðið að rifta samstundis samningi titil styrktaraðila síns, Uralkali og ökumannssamningi Nikita Mazepin,“ sagði í yfirlýsingu frá Gene Haas vegna málsins. „Ásamt öðrum í Formúlu 1 samfélaginu er okkur brugðið og við erum sorgmædd yfir innrásinni í Úkraínu og óskum þess að henni ljúki sem fyrst með sem friðsamlegustum hætti,“ bætti Haas við. Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) hafði tekið ákvörðun um að banna rússneskum og hvítrússneskum keppendum að nota þjóðfána sína og skyldu þeir nota hlutlausan fána FIA. Breska akstursíþróttasambandið tók stærra skref og meinaði rússneskum og hvítrússneskum keppendum þáttöku í mótum félagsins. Sem hefði komið í veg fyrir þátttöku Mazepin í breska kappakstrinum á Silverstone sem dæmi. Hér að neðan má sjá viðbrögð Nikita Mazepin á Instagram. Hann er ósáttur við ákvörðun liðsins og kveðst hafa verið reiðubúinn að gangast við kröfum FIA. View this post on Instagram A post shared by NIKITA (@nikita_mazepin) Haas liðið fjarlægði merkingar Uralkali af keppnis- og sendibílum sínum á meðan á fyrstu æfingum fyrir komandi keppnistímabil stóð í Barcelona í lok febrúar. Formúla 1 hefur nú ákveðið að ekki verði haldin kappakstur í Rússlandi um ókomna tíð.
Innrás Rússa í Úkraínu Formúla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira