„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2022 22:32 Vilhjálmur Egilsson er formaður starfshópsins sem vann skýrsluna. vísir/vilhelm Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira