Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2022 23:35 Teikning af nýju deiliskipulagi Hrafnagilshverfis sýnir nýja legu þjóðvegarins meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Eyjafjarðarsveit/Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst. Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli. Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli.
Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira