Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 23:00 Anastasiya Erashova situr með barn sitt sem lifði sprenjuárásina af á spítala í Mariupol. ap/evgeniy maloletka Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira