Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:10 Baldur Þórhallsson segir árásina skammt frá landamærum Póllands ekki hafa komið á óvart. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira