Real komið með tíu stiga forskot á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2022 21:55 Markaskorarar Real fagna ásamt liðsfélögum sínum. Rafa Babot/Getty Images Topplið La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, vann 3-0 útisigur á Mallorca í eina leik kvöldsins. Karim Mostafa Benzema og Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior með mörkin. Staðan var markalaus í hálfleik en besta færið fengu heimamenn. Pablo Maffeo átti þá skot sem hafnaði í stönginni. @pablomaffeo hit the woodwork for @RCD_Mallorca, but it remains goalless at the break. Watch the second half of #RCDMallorcaRealMadrid LIVE on #LaLigaTV. pic.twitter.com/5Weyz0xoAa— LaLigaTV (@LaLigaTV) March 14, 2022 Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik braut toppliðið ísinn. Eins og svo oft áður á þessari leiktíð komu þeir Karim Benzema og Vinícius Júnior að markinu. Að þessu sinni var það Benzema sem lagði boltann upp á Vinícius sem skoraði af stuttu færi. Þegar þrettán mínútur lifðu leiks vann Vinícius boltann rétt fyrir utan teig og tók á rás. Hann var kominn alla leið inn í vítateig Mallorca þegar hann var felldur og vítaspyrna dæmd. Benzema fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan orðin 2-0 gestunum í vil og ekki löngu síðar var hún orðin 3-0. Marcelo, sem var þá nýkominn inn af bekknum átti þá fyrirgjöf sem Benzema stangaði í netið og gulltryggði þar með 3-0 sigur gestanna. Real nú komið með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið er sem stendur með 66 stig eftir 28 leiki. Sevilla er í 2. sæti með 58 og Barcelona í 3. sæti með 51 stig. Spænski boltinn Fótbolti
Topplið La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, vann 3-0 útisigur á Mallorca í eina leik kvöldsins. Karim Mostafa Benzema og Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior með mörkin. Staðan var markalaus í hálfleik en besta færið fengu heimamenn. Pablo Maffeo átti þá skot sem hafnaði í stönginni. @pablomaffeo hit the woodwork for @RCD_Mallorca, but it remains goalless at the break. Watch the second half of #RCDMallorcaRealMadrid LIVE on #LaLigaTV. pic.twitter.com/5Weyz0xoAa— LaLigaTV (@LaLigaTV) March 14, 2022 Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik braut toppliðið ísinn. Eins og svo oft áður á þessari leiktíð komu þeir Karim Benzema og Vinícius Júnior að markinu. Að þessu sinni var það Benzema sem lagði boltann upp á Vinícius sem skoraði af stuttu færi. Þegar þrettán mínútur lifðu leiks vann Vinícius boltann rétt fyrir utan teig og tók á rás. Hann var kominn alla leið inn í vítateig Mallorca þegar hann var felldur og vítaspyrna dæmd. Benzema fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan orðin 2-0 gestunum í vil og ekki löngu síðar var hún orðin 3-0. Marcelo, sem var þá nýkominn inn af bekknum átti þá fyrirgjöf sem Benzema stangaði í netið og gulltryggði þar með 3-0 sigur gestanna. Real nú komið með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið er sem stendur með 66 stig eftir 28 leiki. Sevilla er í 2. sæti með 58 og Barcelona í 3. sæti með 51 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti