Þriggja bíla árekstur í fljúgandi hálku á Reykjanesbraut Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 18:38 Allt er stopp á Reykjanesbraut vestan Straumsvíkur. Vísir Þrír bílar skullu saman á Reykjanesbraut rétt í þessu. Sjúkraflutningalið er enn á vettvangi og gera má ráð fyrir töfum á umferð. Þetta staðfestir starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en þrír sjúkrabílar voru sendir á slysstað og verða einhverjir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er þó talið að neinn hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Slysið varð rétt vestur af Straumsvík, þar sem Reykjanesbrautin verður tvöföld. Þá varð annar árekstur tveggja bíla nokkrum kílómetrum vestar. Tveir árekstrar hafa orðið á Reykjanesbraut í kvöld.Aðsend Að sögn sjónarvottar er umferð alveg stöðvuð í vesturátt nú um klukkan 19. Þá segir annar að lögregla hafi komið upp tveimur vegatálmum og stýri umferð á brautinni. Umferð í átt að bænum er nokkuð þung en þó ekki alveg stopp líkt og í átt að Suðurnesjum.Vísir Að sögn starfsmanns slökkviliðsins er fljúgandi hálka á svæðinu og mjög hvasst. Því er fólk hvatt til að fara varlega. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að flughált sé á Reykjanesbrautinni. Mikið um árekstra í dag Mjög mikið hefur verið um árekstra seinnipartinn í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árekstur.is, fyrirtæki sem aðstoðar fólk sem lent hefur í árekstrum, hefur sinnt ríflega tuttugu árekstrum frá klukkan fjögur í dag. Þá hafa yfir tíu bílar skemmst það mikið að dráttarbifreiðar hafa verið kallaðar til, að því er Kristján Ö. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Áreksturs.is, segir í skilaboðum til Vísis. Hafnarfjörður Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Þetta staðfestir starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en þrír sjúkrabílar voru sendir á slysstað og verða einhverjir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er þó talið að neinn hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Slysið varð rétt vestur af Straumsvík, þar sem Reykjanesbrautin verður tvöföld. Þá varð annar árekstur tveggja bíla nokkrum kílómetrum vestar. Tveir árekstrar hafa orðið á Reykjanesbraut í kvöld.Aðsend Að sögn sjónarvottar er umferð alveg stöðvuð í vesturátt nú um klukkan 19. Þá segir annar að lögregla hafi komið upp tveimur vegatálmum og stýri umferð á brautinni. Umferð í átt að bænum er nokkuð þung en þó ekki alveg stopp líkt og í átt að Suðurnesjum.Vísir Að sögn starfsmanns slökkviliðsins er fljúgandi hálka á svæðinu og mjög hvasst. Því er fólk hvatt til að fara varlega. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að flughált sé á Reykjanesbrautinni. Mikið um árekstra í dag Mjög mikið hefur verið um árekstra seinnipartinn í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árekstur.is, fyrirtæki sem aðstoðar fólk sem lent hefur í árekstrum, hefur sinnt ríflega tuttugu árekstrum frá klukkan fjögur í dag. Þá hafa yfir tíu bílar skemmst það mikið að dráttarbifreiðar hafa verið kallaðar til, að því er Kristján Ö. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Áreksturs.is, segir í skilaboðum til Vísis.
Hafnarfjörður Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira