Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þór Þ. - Valur 90-85 | Þórsarar sterkari á svellinu undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 22:45 Þórsarar fagna eftir að sigurinn var í höfn. vísir/bára Íslandsmeistarar Þórs Þ. eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Val, 90-85, í Smáranum í kvöld. Þórsarar mæta Stjörnumönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Þór kemst í bikarúrslit. Liðið komst þangað 2016 og 2017 en tapaði fyrir KR í bæði skiptin. Valur hefur aftur á móti ekki komist í bikarúrslit síðan 1987. Leikurinn í kvöld var gríðarlega jafn. Þórsarar voru lengst af með frumkvæðið en Valsmenn komu með sterkt áhlaup í 4. leikhluta og náðu forystunni, 75-76. Þórsarar svöruðu með sjö stigum í röð og voru svo kaldir á lokakaflanum og settu niður stór skot. Davíð Arnar Ágústsson setti tvö slík niður og var ómetanlegur undir lokin. Glynn Watson skoraði 24 stig fyrir Þór og Ragnar Örn Bragason og Luciano Massarelli sitt hvor fjórtán stigin. Daniel Mortensen skoraði ellefu stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Davíð Arnar skoraði tíu stig, þar af fjögur á ögurstundu. Glynn Watson var stigahæstur á vellinum.vísir/bára Callum Lawson var stigahæstur í liði Vals með 22 stig. Pablo Bertone skoraði átján stig og Kári Jónsson og Kristófer Acox fjórtán stig hvor. Pavel Ermolinskij skoraði ekki stig en gaf fimmtán stoðsendingar. Þórsarar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik og hittu úr níu af 21 skoti sínu þaðan (43 prósent). Valsmenn tóku aðeins ellefu þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en voru mjög skilvirkir inni í teig (áttatíu prósent). Staðan eftir 1. leikhluta var jöfn, 22-22. Þórsarar voru fetinu framar í 2. leikhluta og leiddu með sex stigum í hálfleik, 46-40. Þór skoraði fyrstu fimm stig seinni hálfleiks, náðu ellefu stiga forskoti, 51-40, og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sá sig knúinn til að taka leikhlé. Kristófer Acox sækir á Ronaldas Rukauskas.vísir/bára Valsmenn snögghitnuðu fyrir utan, settu fjóra þrista niður á skömmum tíma og hertu vörnina. Þórsarar skoruðu aðeins sautján stig í 3. leikhluta og munurinn að honum loknum var aðeins tvö stig, 63-61. Þórsarar héngu á forskotinu framan af 4. leikhluta en áttu æ erfiðara með að skora gegn sterkri Valsvörn. Valsmenn nýttu sér meðbyrinn, skoruðu sjö stig í röð og komust yfir í fyrsta sinn síðan í 2. leikhluta, 75-76. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, tók þá leikhlé og eftir það skoruðu hans með sjö stig í röð, 82-76. Eftir tvö stig af vítalínunni frá Mortensen minnkaði Jacob Dalton muninn í þrjú stig, 86-83, þegar hann setti niður þriggja stiga skot þegar 37 sekúndur voru eftir. Í næstu sókn Þórs skoraði Davíð Arnar svo afar mikilvæga körfu sem fór langt með að tryggja Hafnarbúum sigurinn. Watson kláraði dæmið síðan endanlega á vítalínunni. Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, fagnar.vísir/bára Það var ekki margt sem skildi liðin að í kvöld og öll tölfræði var mjög áþekk, fyrir utan vítanýtinguna. Þórsarar skoruðu úr átján af tuttugu vítum sínum á meðan Valsmenn klúðruðu átta vítum. Það reyndist dýrt þegar uppi var staðið. Davíð Arnar: Erum í þessu til að vinna titla Davíð Arnar Ágústsson skoraði fjögur af tíu stigum sínum undir lokin.vísir/bára Davíð Arnar Ágústsson setti niður tvö stór skot undir lokin þegar Þór Þ. vann Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en Þórsarar höfðu sigur á endanum. „Þetta er bara eitt skot sem dettur og annað sem dettur ekki. Við settum niður tvö stór skot undir lokin á meðan þeir klikkuðu. Þetta var bara jafn leikur tveggja mjög góðra liða,“ sagði Davíð eftir leik. Hann var ískaldur undir lokin og setti niður tvö stór skot. „Ef maður fær möguleika verður maður að negla þessu niður. Þetta eru augnablikin og ástæðan fyrir því að maður er í körfubolta, að fá þessa leiki. Og ef maður fær galopið skot í horninu í jöfnum leik lætur maður það fljúga.“ Þór var lengst af með frumkvæðið í leiknum en Valur komst yfir, 75-76, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Þórsarar svöruðu því með sjö stigum í röð. „Þetta var mjög kaflaskipt. Við vorum sex stigum yfir en þá skoruðu þeir sjö stig í röð. Við tókum leikhlé og komust aftur sex stigum yfir. Þetta voru tvö góð lið, góðir leikmenn og skemmtilegur leikur,“ sagði Davíð. Þórsarar eru Íslandsmeistarar og geta bætt bikarmeistaratitli í safnið með sigri á Stjörnumönnum á laugardaginn. „Við erum í þessu til að vinna titla. Við byrjuðum á því síðasta sumar og þá er bara að halda því áfram. Það er mjög gaman að vinna titil,“ sagði Davíð að lokum. Finnur Freyr: Frammistaðan var frábær Finnur Freyr Stefánsson kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir leik.vísir/bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Þór Þ. en svekktur með niðurstöðuna. „Þeir settu stór skot niður. [Glynn] Watson setti eitt úr horninu og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] tvö skot. Á meðan fengum við fínar stöður en boltinn vildi ekki ofan í eins og gerist. Þetta var algjör 50-50 sem féll þeirra megin,“ sagði Finnur. „Ég er sérstaklega stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik. Við gerðum margt vel. Þetta var leikur sem við gátum klárlega unnið. Það voru augnablik þar sem herslumuninn vantaði til að komast fram úr og setja meiri pressu á þá. Frammistaðan var frábær og ég er stoltur af strákunum.“ Valur hefur ekki komist í bikarúrslit síðan 1987 og ekki unnið titil síðan 1983. Það að hafa ekki náð að binda endi á þá löngu bið var Finni ekki ofarlega í huga eftir leikinn. „Það er ekkert sem ég er að spá í núna. Við erum bara á ákveðinni leið og gerðum breytingar á liðinu. Við erum að reyna að bæta okkur. Við sýndum mjög slaka frammistöðu gegn Þór í síðasta leik í deildinni en þetta var leikur sem við gátum klárlega tekið,“ sagði Finnur. „Þórsarar gerðu bara vel. Maður leitar alltaf inn á við, að einhverjum skýringum hvað fór úrskeiðis hjá okkur, en á endanum eru þeir með frábært lið og gerðu vel undir lokin með því að setja stærstu skotin niður.“ Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Valur
Íslandsmeistarar Þórs Þ. eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Val, 90-85, í Smáranum í kvöld. Þórsarar mæta Stjörnumönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Þór kemst í bikarúrslit. Liðið komst þangað 2016 og 2017 en tapaði fyrir KR í bæði skiptin. Valur hefur aftur á móti ekki komist í bikarúrslit síðan 1987. Leikurinn í kvöld var gríðarlega jafn. Þórsarar voru lengst af með frumkvæðið en Valsmenn komu með sterkt áhlaup í 4. leikhluta og náðu forystunni, 75-76. Þórsarar svöruðu með sjö stigum í röð og voru svo kaldir á lokakaflanum og settu niður stór skot. Davíð Arnar Ágústsson setti tvö slík niður og var ómetanlegur undir lokin. Glynn Watson skoraði 24 stig fyrir Þór og Ragnar Örn Bragason og Luciano Massarelli sitt hvor fjórtán stigin. Daniel Mortensen skoraði ellefu stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Davíð Arnar skoraði tíu stig, þar af fjögur á ögurstundu. Glynn Watson var stigahæstur á vellinum.vísir/bára Callum Lawson var stigahæstur í liði Vals með 22 stig. Pablo Bertone skoraði átján stig og Kári Jónsson og Kristófer Acox fjórtán stig hvor. Pavel Ermolinskij skoraði ekki stig en gaf fimmtán stoðsendingar. Þórsarar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik og hittu úr níu af 21 skoti sínu þaðan (43 prósent). Valsmenn tóku aðeins ellefu þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en voru mjög skilvirkir inni í teig (áttatíu prósent). Staðan eftir 1. leikhluta var jöfn, 22-22. Þórsarar voru fetinu framar í 2. leikhluta og leiddu með sex stigum í hálfleik, 46-40. Þór skoraði fyrstu fimm stig seinni hálfleiks, náðu ellefu stiga forskoti, 51-40, og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sá sig knúinn til að taka leikhlé. Kristófer Acox sækir á Ronaldas Rukauskas.vísir/bára Valsmenn snögghitnuðu fyrir utan, settu fjóra þrista niður á skömmum tíma og hertu vörnina. Þórsarar skoruðu aðeins sautján stig í 3. leikhluta og munurinn að honum loknum var aðeins tvö stig, 63-61. Þórsarar héngu á forskotinu framan af 4. leikhluta en áttu æ erfiðara með að skora gegn sterkri Valsvörn. Valsmenn nýttu sér meðbyrinn, skoruðu sjö stig í röð og komust yfir í fyrsta sinn síðan í 2. leikhluta, 75-76. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, tók þá leikhlé og eftir það skoruðu hans með sjö stig í röð, 82-76. Eftir tvö stig af vítalínunni frá Mortensen minnkaði Jacob Dalton muninn í þrjú stig, 86-83, þegar hann setti niður þriggja stiga skot þegar 37 sekúndur voru eftir. Í næstu sókn Þórs skoraði Davíð Arnar svo afar mikilvæga körfu sem fór langt með að tryggja Hafnarbúum sigurinn. Watson kláraði dæmið síðan endanlega á vítalínunni. Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, fagnar.vísir/bára Það var ekki margt sem skildi liðin að í kvöld og öll tölfræði var mjög áþekk, fyrir utan vítanýtinguna. Þórsarar skoruðu úr átján af tuttugu vítum sínum á meðan Valsmenn klúðruðu átta vítum. Það reyndist dýrt þegar uppi var staðið. Davíð Arnar: Erum í þessu til að vinna titla Davíð Arnar Ágústsson skoraði fjögur af tíu stigum sínum undir lokin.vísir/bára Davíð Arnar Ágústsson setti niður tvö stór skot undir lokin þegar Þór Þ. vann Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en Þórsarar höfðu sigur á endanum. „Þetta er bara eitt skot sem dettur og annað sem dettur ekki. Við settum niður tvö stór skot undir lokin á meðan þeir klikkuðu. Þetta var bara jafn leikur tveggja mjög góðra liða,“ sagði Davíð eftir leik. Hann var ískaldur undir lokin og setti niður tvö stór skot. „Ef maður fær möguleika verður maður að negla þessu niður. Þetta eru augnablikin og ástæðan fyrir því að maður er í körfubolta, að fá þessa leiki. Og ef maður fær galopið skot í horninu í jöfnum leik lætur maður það fljúga.“ Þór var lengst af með frumkvæðið í leiknum en Valur komst yfir, 75-76, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Þórsarar svöruðu því með sjö stigum í röð. „Þetta var mjög kaflaskipt. Við vorum sex stigum yfir en þá skoruðu þeir sjö stig í röð. Við tókum leikhlé og komust aftur sex stigum yfir. Þetta voru tvö góð lið, góðir leikmenn og skemmtilegur leikur,“ sagði Davíð. Þórsarar eru Íslandsmeistarar og geta bætt bikarmeistaratitli í safnið með sigri á Stjörnumönnum á laugardaginn. „Við erum í þessu til að vinna titla. Við byrjuðum á því síðasta sumar og þá er bara að halda því áfram. Það er mjög gaman að vinna titil,“ sagði Davíð að lokum. Finnur Freyr: Frammistaðan var frábær Finnur Freyr Stefánsson kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir leik.vísir/bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Þór Þ. en svekktur með niðurstöðuna. „Þeir settu stór skot niður. [Glynn] Watson setti eitt úr horninu og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] tvö skot. Á meðan fengum við fínar stöður en boltinn vildi ekki ofan í eins og gerist. Þetta var algjör 50-50 sem féll þeirra megin,“ sagði Finnur. „Ég er sérstaklega stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik. Við gerðum margt vel. Þetta var leikur sem við gátum klárlega unnið. Það voru augnablik þar sem herslumuninn vantaði til að komast fram úr og setja meiri pressu á þá. Frammistaðan var frábær og ég er stoltur af strákunum.“ Valur hefur ekki komist í bikarúrslit síðan 1987 og ekki unnið titil síðan 1983. Það að hafa ekki náð að binda endi á þá löngu bið var Finni ekki ofarlega í huga eftir leikinn. „Það er ekkert sem ég er að spá í núna. Við erum bara á ákveðinni leið og gerðum breytingar á liðinu. Við erum að reyna að bæta okkur. Við sýndum mjög slaka frammistöðu gegn Þór í síðasta leik í deildinni en þetta var leikur sem við gátum klárlega tekið,“ sagði Finnur. „Þórsarar gerðu bara vel. Maður leitar alltaf inn á við, að einhverjum skýringum hvað fór úrskeiðis hjá okkur, en á endanum eru þeir með frábært lið og gerðu vel undir lokin með því að setja stærstu skotin niður.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum