„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. mars 2022 14:40 Vólódímír Selenskí ávarpaði Bandaríkjaþing í dag. AP/Drew Angerer „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01