Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2022 06:31 Úkraínskur hermaður fylgist grannt með. AP/Rodrigo Abd Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira