Viðskipti innlent

Tíu karlar bítast um tvö sæti í stjórn Al­menna

Atli Ísleifsson skrifar
Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu.
Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu. Vísir/Vilhelm

Alls hafa tíu karlar boðið sig fram til stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum en kosið verður um tvö sæti.

Kosning um sætin fer fram síðar í mánuðinum, en hjá sjóðnum eru einungis sjóðsfélagar kjörgengir. Stjórnin er skipuð þremur einstaklingum af hvoru kyni, en nú eru í boði eru tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn.

Í tilkynningu segir að að þessu sinni séu einungis laus sæti karla í aðalstjórn en báðum kynjum var heimilt að bjóða sig fram í varastjórn.

„Ljóst er að nýir menn koma í aðal- og varastjórn þar sem fráfarandi stjórnarmenn sóttust ekki eftir endurkjöri. Kosningin fer fram rafrænt dagana 24. til 30. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.

Frambjóðendurnir eru í stafrófsröð:

  • Albert Þór Jónsson, sjálfstætt starfandi við fjármál og fjárfestingar
  • Árni Gunnarsson, fyrrverandi viðskiptastjóri
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
  • Frosti Sigurjónsson, ráðgjafi
  • Helgi S. Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri
  • Kristinn Ásgeir Gylfason, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi
  • Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum
  • Reynir Jóhannsson, forstöðumaður fjármála
  • Viktor Ólason, framkvæmdastjóri
  • Þórarinn Guðnason, hjartalæknir

Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu. Úrslit verða kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður fimmtudaginn 31. mars 2022 í Þingsal II á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×