Landhelgisgæsluna til Suðurnesja án tafar Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 18. mars 2022 10:31 Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar