Innlent

Ís­land fellur í þriðja sætið á hamingju­listanum

Atli Ísleifsson skrifar
Ísland skipaði annað sæti listans á síðasta ári og fer niður í það þriðja.
Ísland skipaði annað sæti listans á síðasta ári og fer niður í það þriðja. Vísir/Vilhelm

Ísland fellur niður í þriðja sætið, úr öðru sætinu, á árlegum lista World Happiness Report þar til tilraun er gerð til að mæla hamingju þjóða. Finnar skipa sem fyrr efsta sæti listans, fimmta árið í röð.

Norðurlöndin eru öll ofarlega á listanum en Danir skjótast fram úr Íslendingum og fara úr þriðja sætinu í annað sætið á milli ára. Svíar eru í sjöunda sætinu og Norðmenn í því áttunda.

Í skýrslunni er norrænu löndunum hrósað fyrir sterka félagslega samkennd, jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs einstaklinga, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu.

Topp 10 á hamingjulista World Happiness Report 2022

  1. Finnland
  2. Danmörk
  3. Ísland
  4. Sviss
  5. Holland
  6. Lúxemborg
  7. Svíþjóð
  8. Noregur
  9. Ísrael
  10. Nýja-Sjáland

Mælingin tekur að mestu mið af lífskjörum, lífslíkum, gjafmildi, samfélagsstuðningi, frelsi og spillingu.

Skýrsluhöfundar leggja áherslu að kórónuveirufaraldurinn hafi haft áhrif á líf allra, en að áhrifa gætir einnig þegar hamingja er mæld. Þannig hefur félagslegur stuðningur og vilji fólks til að aðstoða samborgarana aukist í faraldrinum.

Afganistan skipar neðsta sæti listans ásamt Líbanon, Simbabve og Rúanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×