Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistarana Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. mars 2022 15:55 Stjarnan KA/Þór Olís deild kvenna vetur 2022 handbolti HSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 34-26. Leikurinn var liður í 17. umferð Olís deildar kvenna en fyrir leikinn voru liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. KA/Þór með 19 stig en Haukar tveimur stigum á eftir með 17 stig. Haukar voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar og leiddu með einu til tveimur. Þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4-6 fyrir Hauka, þá settu heimakonur í næsta gír og skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og staðan orðinn 8-6 um miðbik hálfleiksins. Haukakonur urðu svo fyrir áfalli á 20. mínútu þegar Berta Rut Harðardóttir var rekinn út af með beint rautt spjald fyrir að setja fótinn fyrir Kristínu Aðalheiði Jóhannsdóttir sem var að fara inn úr horninu. Sigurður Hjörtur Þrastason dómari leiksins var snöggur að taka spjaldið upp úr vasanum, vissur í sinni sök en Haukakonur voru ekki eins sáttar með dóminn. Heimakonur gáfu aldrei upp forskotið sem þær náðu um miðbik hálfleiksins og má segja að þær hafi verið klaufar að vera ekki í ennþá betri stöðu þegar var flautað til hálfleiks en raun bar vitna þar sem nokkur hraðaupphlaup fóru forgörðum, hálfleikstölur 14-11 fyrir KA/Þór. Heimakonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og komu stöðinni í 17-11 og eftir það litu þær aldrei til baka. Haukakonur reyndu hvað þær gátu að svara og vinna sig aftur inn í leikinn en margir tapaðir boltar reyndust þeim afar dýrir í dag sem og lítil markvarsla. Mest munaði tíu mörkum á liðunum, 33-23 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Heimakonur skoruðu eitt mark á móti þremur mörkum Haukakvenna á lokakaflanum og því náðu Haukakonur aðeins að laga stöðuna áður en leiknum lauk, lokatölur 34-26. Afhverju vann KA/Þór? KA/Þór náði góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og gáfu það aldrei eftir. Vörnin var mjög þétt og þá átti Matea Lonic í mark KA/Þór mjög góðan leik. Sóknarleikurinn var flæðandi hjá heimakonum og margir leikmenn sem nutu sín, enginn þó jafn mikið og Rut Jónsdóttir sem átti stórleik en hún skoraði 12 mörk. Hverjar stóðu upp úr? Margir leikmenn í KA/Þór áttu góðan leik í dag. Áðurnefnd Rut Jónsdóttir var frábær fyrir KA/Þór með 12 mörk ásamt því að skapa mikið fyrir liðsfélagana. Rakel Sara Elvarsdóttir var næst markahæst með sjö mörk. Þá má nefna Mateu Lonac sem var með næstum 40% markvörslu. Hinum meginn var Ásta Björt Júlíusdóttir atkvæðamest með 6 mörk en hún var rosalega þegar kom að vítunum og klikkaði ekki á einu þeirra. Þá skoraði Elín Klara Þorkelsdóttir fimm mörk. Hvað gekk illa? Sé frátalið fyrstu 5-10 mínúturnar þá átti Haukaliðið ekki góðan leik í dag. Vörnin var ekki góð, mikið af glufum sem heimakonur nýtu sér. Markvarslan var í algjöru lágmarki og sóknin var sömuleiðis ekki góð en liðið tapaði mjög mörgum boltum. Hvað gerist næst? KA/Þór heimsækir Framliðið næstkomandi laugardag kl. 14:00. Sama dag munu Haukar fá Aftureldingu í heimsókn en sá leikur fer fram kl. 16:00. Gunnar Gunnarsson: Náum aldrei í skotið á þeim aftur Gunnar Gunnarsson ræddi við dómarana eftir leikVísir/Hulda Margrét „Það eru mikil vonbrigði með frammistöðuna okkar í dag, við ætluðum að gera mikið betur. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel, leikplanið sem við vorum með var alveg að virka en síðan þegar það voru 15-20 mínútur búnar af leiknum að þá missum við þær aðeins frá okkur og við náum aldrei í skotið á þeim aftur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka eftir 34-26 tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Við byrjum að gera mikið af tæknifeilum í sókninni og hún byrjar að verja vel í markinu hjá KA/Þór og eins náðum við ekki að þétta vörnina, þær fengu mikið af færum og voru að fara auðveldlega á milli okkar. Þær fá mikið af auðveldum færum sem gerði okkar markmönnum erfitt fyrir, þar af leiðandi fengum við ekki mikla markvörslu heldur.“ Með sigri hefðu Haukað jafnað KA/Þór að stigum í þriðja sætinu. „Við vorum ekki mikið að hugsa um það fyrir leikinn en það er alveg rétt við hefðum getað jafnað þær að stigum í þriðja sætinu. Það er hins vegar fullt af leikjum eftir, við vorum að koma úr 4. vikna fríi þannig núna verður þetta vonandi bara leikur á eftir leik þannig það sé hægt að halda takti við það.“ Gunnar fannst ekki frábært á fá svona langa pásu á milli leikja. „Þetta er ekkert skemmtilegt sko og svo fyrir utan það er landsleikjahlé og þá fara leikmenn líka, það gerist auðvitað hjá öllum liðum og þá stendur þjálfarinn uppi með 5-6 leikmenn sem hann er með í viku. Þannig það er náttúrulega skemmtilegast þegar það er bara reglulega leikur vikulega og hægt að æfa venjulega.“ Berta Rut Harðardóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir að stíga í veg fyrir Kristínu Aðalheiði Jóhannsdóttir þegar hún var að fara inn úr horninu. Kristín fór meidd af velli og spilaði ekki meira. „Ég skil ekki alveg þessa reglu. Mér finnst hún algjörlega vera búinn að taka sér stöðu og ég þarf í raun bara að skoða þetta aftur. Svo ef dómararnir ætla að meta þetta svona þá finnst mér sama atvik eiga sér stað hinum meginn á vellinum stuttu síðar en þar er dæmt víti og tvær mínútur en ekki rautt því hún meiddi sig ekki.“ Framundan er verkefni á móti Aftureldingu. „Það leggst vel í okkur, við þurfum að rífa okkur upp eftir þennan leik og nota vikuna vel. Við eigum eftir erfiða leiki og þó við séum í fjórða sæti núna þá er stutt í bæði ÍBV og Stjarnan sem eru með færri leiki, við þurfum að safna stigum ef við ætlum að halda okkur þarna.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar
Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 34-26. Leikurinn var liður í 17. umferð Olís deildar kvenna en fyrir leikinn voru liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. KA/Þór með 19 stig en Haukar tveimur stigum á eftir með 17 stig. Haukar voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar og leiddu með einu til tveimur. Þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4-6 fyrir Hauka, þá settu heimakonur í næsta gír og skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og staðan orðinn 8-6 um miðbik hálfleiksins. Haukakonur urðu svo fyrir áfalli á 20. mínútu þegar Berta Rut Harðardóttir var rekinn út af með beint rautt spjald fyrir að setja fótinn fyrir Kristínu Aðalheiði Jóhannsdóttir sem var að fara inn úr horninu. Sigurður Hjörtur Þrastason dómari leiksins var snöggur að taka spjaldið upp úr vasanum, vissur í sinni sök en Haukakonur voru ekki eins sáttar með dóminn. Heimakonur gáfu aldrei upp forskotið sem þær náðu um miðbik hálfleiksins og má segja að þær hafi verið klaufar að vera ekki í ennþá betri stöðu þegar var flautað til hálfleiks en raun bar vitna þar sem nokkur hraðaupphlaup fóru forgörðum, hálfleikstölur 14-11 fyrir KA/Þór. Heimakonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og komu stöðinni í 17-11 og eftir það litu þær aldrei til baka. Haukakonur reyndu hvað þær gátu að svara og vinna sig aftur inn í leikinn en margir tapaðir boltar reyndust þeim afar dýrir í dag sem og lítil markvarsla. Mest munaði tíu mörkum á liðunum, 33-23 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Heimakonur skoruðu eitt mark á móti þremur mörkum Haukakvenna á lokakaflanum og því náðu Haukakonur aðeins að laga stöðuna áður en leiknum lauk, lokatölur 34-26. Afhverju vann KA/Þór? KA/Þór náði góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og gáfu það aldrei eftir. Vörnin var mjög þétt og þá átti Matea Lonic í mark KA/Þór mjög góðan leik. Sóknarleikurinn var flæðandi hjá heimakonum og margir leikmenn sem nutu sín, enginn þó jafn mikið og Rut Jónsdóttir sem átti stórleik en hún skoraði 12 mörk. Hverjar stóðu upp úr? Margir leikmenn í KA/Þór áttu góðan leik í dag. Áðurnefnd Rut Jónsdóttir var frábær fyrir KA/Þór með 12 mörk ásamt því að skapa mikið fyrir liðsfélagana. Rakel Sara Elvarsdóttir var næst markahæst með sjö mörk. Þá má nefna Mateu Lonac sem var með næstum 40% markvörslu. Hinum meginn var Ásta Björt Júlíusdóttir atkvæðamest með 6 mörk en hún var rosalega þegar kom að vítunum og klikkaði ekki á einu þeirra. Þá skoraði Elín Klara Þorkelsdóttir fimm mörk. Hvað gekk illa? Sé frátalið fyrstu 5-10 mínúturnar þá átti Haukaliðið ekki góðan leik í dag. Vörnin var ekki góð, mikið af glufum sem heimakonur nýtu sér. Markvarslan var í algjöru lágmarki og sóknin var sömuleiðis ekki góð en liðið tapaði mjög mörgum boltum. Hvað gerist næst? KA/Þór heimsækir Framliðið næstkomandi laugardag kl. 14:00. Sama dag munu Haukar fá Aftureldingu í heimsókn en sá leikur fer fram kl. 16:00. Gunnar Gunnarsson: Náum aldrei í skotið á þeim aftur Gunnar Gunnarsson ræddi við dómarana eftir leikVísir/Hulda Margrét „Það eru mikil vonbrigði með frammistöðuna okkar í dag, við ætluðum að gera mikið betur. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel, leikplanið sem við vorum með var alveg að virka en síðan þegar það voru 15-20 mínútur búnar af leiknum að þá missum við þær aðeins frá okkur og við náum aldrei í skotið á þeim aftur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka eftir 34-26 tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Við byrjum að gera mikið af tæknifeilum í sókninni og hún byrjar að verja vel í markinu hjá KA/Þór og eins náðum við ekki að þétta vörnina, þær fengu mikið af færum og voru að fara auðveldlega á milli okkar. Þær fá mikið af auðveldum færum sem gerði okkar markmönnum erfitt fyrir, þar af leiðandi fengum við ekki mikla markvörslu heldur.“ Með sigri hefðu Haukað jafnað KA/Þór að stigum í þriðja sætinu. „Við vorum ekki mikið að hugsa um það fyrir leikinn en það er alveg rétt við hefðum getað jafnað þær að stigum í þriðja sætinu. Það er hins vegar fullt af leikjum eftir, við vorum að koma úr 4. vikna fríi þannig núna verður þetta vonandi bara leikur á eftir leik þannig það sé hægt að halda takti við það.“ Gunnar fannst ekki frábært á fá svona langa pásu á milli leikja. „Þetta er ekkert skemmtilegt sko og svo fyrir utan það er landsleikjahlé og þá fara leikmenn líka, það gerist auðvitað hjá öllum liðum og þá stendur þjálfarinn uppi með 5-6 leikmenn sem hann er með í viku. Þannig það er náttúrulega skemmtilegast þegar það er bara reglulega leikur vikulega og hægt að æfa venjulega.“ Berta Rut Harðardóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir að stíga í veg fyrir Kristínu Aðalheiði Jóhannsdóttir þegar hún var að fara inn úr horninu. Kristín fór meidd af velli og spilaði ekki meira. „Ég skil ekki alveg þessa reglu. Mér finnst hún algjörlega vera búinn að taka sér stöðu og ég þarf í raun bara að skoða þetta aftur. Svo ef dómararnir ætla að meta þetta svona þá finnst mér sama atvik eiga sér stað hinum meginn á vellinum stuttu síðar en þar er dæmt víti og tvær mínútur en ekki rautt því hún meiddi sig ekki.“ Framundan er verkefni á móti Aftureldingu. „Það leggst vel í okkur, við þurfum að rífa okkur upp eftir þennan leik og nota vikuna vel. Við eigum eftir erfiða leiki og þó við séum í fjórða sæti núna þá er stutt í bæði ÍBV og Stjarnan sem eru með færri leiki, við þurfum að safna stigum ef við ætlum að halda okkur þarna.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti