Börsungur gjörsigruðu Real á Bernabéu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 22:00 Dembélé og Aubameyang voru frábærir í liði Barcelona í kvöld. Angel Martinez/Getty Images Barcelona gjörsamlega pakkaði toppliði Real Madríd saman í stórleik dagsins í La Liga, spænsku úrvaldeildinni í knattspyrnu, lokatölur 4-0 gestunum frá Katalóníu vil. Barcelona hefur verið á góðu skriði undanfarið en það var eflaust engin sem spáði fyrir hvernig þessi leikur myndi enda. Karim Benzema lék ekki með Real í kvöld og virtist það hafa áhrif á bæði sóknar- sem og varnarleik heimamanna. Eftir jafnar upphafsmínútur skoraði Pierre-Emerick Aubameyang með góðum skalla eftir fyrirgjöf Ousmane Dembélé. Gabonmaðurinn að spila sinn fyrsta El Clásico og hann var ekki lengi að láta að sér kveða. Skömmu síðar tók Dembélé hornspyrnu, miðvörðurinn Ronald Araújo reis hæst og kom gestunum 2-0 yfir. Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. WHAT A NIGHT! #ELCLÁSICO pic.twitter.com/K6YXv6W4Bz— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 20, 2022 Það sem Carlo Ancelotti sagði við lærisveina sína í hálfleik virðist hafa haft þveröfug áhrif en eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-0 Barcelona í vil. Að þessu sinni var það Aubameyang sem lagði upp en hann flikkaði boltanum þá á Ferrán Torres sem skoraði með góðu skoti. Aðeins sex mínútum síðar var sigurinn tryggður og niðurlæging Madrídinga fullkomnuð. Torres átti þá langa sendingu inn fyrir vörn heimamanna, nær öll þau sem saman komin voru á Santiago Bernabéu héldu að Aubameyang væri rangstæður en svo var ekki og hann kom Barcelona í 4-0. Eftir það jafnaðist leikurinn út en Real tókst ekki að skora sárabótarmark og leiknum lauk með öruggum fjögurra marka sigri gestanna. Barcelona beat Real Madrid 4-0 at the Bernabéu pic.twitter.com/yo8JUmAEfG— B/R Football (@brfootball) March 20, 2022 2010: Xavi scores in a famous 5-0 Clásico win 2022: Xavi manages Barcelona to a famous 4-0 Clásico win pic.twitter.com/N1FfrLqLT3— B/R Football (@brfootball) March 20, 2022 Real Madríd er sem fyrr á toppi La Liga með 66 stig, nú eftir 29 leiki. Þar á eftir kemur Sevilla með 57 stig en liðinu mistókst að vinna Real Sociedad fyrr í kvöld. Barcelona er svo með 54 stig – líkt og Atlético Madríd – þar fyrir neðan en Börsungar eiga leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Barcelona gjörsamlega pakkaði toppliði Real Madríd saman í stórleik dagsins í La Liga, spænsku úrvaldeildinni í knattspyrnu, lokatölur 4-0 gestunum frá Katalóníu vil. Barcelona hefur verið á góðu skriði undanfarið en það var eflaust engin sem spáði fyrir hvernig þessi leikur myndi enda. Karim Benzema lék ekki með Real í kvöld og virtist það hafa áhrif á bæði sóknar- sem og varnarleik heimamanna. Eftir jafnar upphafsmínútur skoraði Pierre-Emerick Aubameyang með góðum skalla eftir fyrirgjöf Ousmane Dembélé. Gabonmaðurinn að spila sinn fyrsta El Clásico og hann var ekki lengi að láta að sér kveða. Skömmu síðar tók Dembélé hornspyrnu, miðvörðurinn Ronald Araújo reis hæst og kom gestunum 2-0 yfir. Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. WHAT A NIGHT! #ELCLÁSICO pic.twitter.com/K6YXv6W4Bz— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 20, 2022 Það sem Carlo Ancelotti sagði við lærisveina sína í hálfleik virðist hafa haft þveröfug áhrif en eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-0 Barcelona í vil. Að þessu sinni var það Aubameyang sem lagði upp en hann flikkaði boltanum þá á Ferrán Torres sem skoraði með góðu skoti. Aðeins sex mínútum síðar var sigurinn tryggður og niðurlæging Madrídinga fullkomnuð. Torres átti þá langa sendingu inn fyrir vörn heimamanna, nær öll þau sem saman komin voru á Santiago Bernabéu héldu að Aubameyang væri rangstæður en svo var ekki og hann kom Barcelona í 4-0. Eftir það jafnaðist leikurinn út en Real tókst ekki að skora sárabótarmark og leiknum lauk með öruggum fjögurra marka sigri gestanna. Barcelona beat Real Madrid 4-0 at the Bernabéu pic.twitter.com/yo8JUmAEfG— B/R Football (@brfootball) March 20, 2022 2010: Xavi scores in a famous 5-0 Clásico win 2022: Xavi manages Barcelona to a famous 4-0 Clásico win pic.twitter.com/N1FfrLqLT3— B/R Football (@brfootball) March 20, 2022 Real Madríd er sem fyrr á toppi La Liga með 66 stig, nú eftir 29 leiki. Þar á eftir kemur Sevilla með 57 stig en liðinu mistókst að vinna Real Sociedad fyrr í kvöld. Barcelona er svo með 54 stig – líkt og Atlético Madríd – þar fyrir neðan en Börsungar eiga leik til góða.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti