Reykjavík hefur opinn faðm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. mars 2022 10:00 Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun