Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra en Rússneska sendiráðið á Íslandi hefur krafist þess að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum.

Þá tökum við stöðuna á stríðsrekstri Rússa í Úkraínu en nítján mannúðarhlið fyrir almenna borgara út af átakasvæðum í Úkraínu verða opnuð í dag.

Einnig verður rætt um fyrirhugaðar hvalveiðar í sumar og þing Starfsgreinasambandsins sem hefst síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×