Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 33-23 | HK-ingar fallnir úr Olís-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 22:15 Selfyssingar unnu öruggan sigur gegn HK-ingum í kvöld og þar með er ljóst að HK-ingar eru fallnir. Vísir/Hulda Margrét Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil. Mikill hraði einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að skora í upphafi leiks. Selfyssingar höfðu yfirhöndina til að byrja með, en gestirnir í HK voru aldrei langt undan. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var allt jafnt í stöðunni 8-8. Selfyssingar skoruðu þá næstu þrjú mörk og fljótlega eftir það tók Sebastian Alexandersson leikhlé fyrir HK-inga til að stoppa í götin. Selfyssingar náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 15-10 þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá vöknuðu gestirnir til lífsins á ný og skoruðu fjögur af seinustu fimm mörkum hálfleiksins og staðan var því 16-14, Selfyssingum í vil, þegar gengið var til búningsherbergja. Sami hraði var í boði í síðari hálfleik, en heimamenn náðu hægt og bítandi tökum á leiknum. Selfyssingarjuku forskot sitt jafnt og þétt og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka var munurinn orðinn fimm mörk. Lítið sem ekkert gekk hjá gestunum það sem eftir lifði leiks og Selfyssingar unnu að lokum öruggan tíu marka sigur, 33-23. Af hverju vann Selfoss? Þegar horft er yfir leikinn í heild voru Selfyssingar einfaldlega betri. HK-ingar gerðu mikið af tæknifeilum og fóru oft á tíðum illa með dauðafæri og Selfyssingar gengu á lagið og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Í fjarveru margra lykilmanna steig Karolis Stropus upp í sóknarleik Selfyssinga og átti fínasta leik. Hann skorarði sjö mörk úr tíu skotum og gaf auk þess tvær stoðsendingar. Þá má einnig hrósa ungu mönnunum sem omu inn í Selfossliðið, þeim Tryggva Sigurberg Traustasyni og Sölva Svavarssyni, fyrir sitt framlag í kvöld. Hvað gekk illa? HK-ingar geta ekki verið sáttir við spilamennsku sína í kvöld, en liðið tapaði samtals 18 boltum í leiknum. Þá átti liðið einnig oft á tíðum erfitt með að nýta dauðafærin sín, en þetta er blanda sem er ekki vænleg til árangurs í handboltaleik. Hvað gerist næst? HK tekur á móti Gróttu næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 og nákvæmlega tveimur klukkustundum síðar verður flautað til leiks í Víkinni þar sem Selfyssingar sækja fallna Víkinga heim. Halldór Jóhann: Auðvitað ætlum við okkur öll þessi átta stig Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara frábær liðsframmistaða í raun og veru,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga eftir leik kvöldsins. „Það er ekkert sjálfgefið að vinna HK-liðið með tíu mörkum og hvað þá þegar við horfum á hvað vantaði inn í liðið okkar í dag. Við þurftum að gera ansi margar breytingar.“ „Einar [Sverrisson] helltist úr lestinni bara í dag. Það fæddist dóttir inn í fjölskylduna og ég óska þeim auðvitað til hamingju með það. Það kom náttúrulega aldrei til greina að hann færi eitthvað að flýta sér í leikinn í kvöld, hann er bara hjá sinni fjölskyldu að sinna því.“ „Guðmundur Hólmar er veikur, Ísak [Gústafsson] er náttúrulega fótbrotinn, Hergeir [Grímsson] meiddist í bikarnum og Árni Steinn er ekki klár af sínum meiðslum. En Karolis Stropus kom frábær inn, Tryggvi Sigurberg alveg frábær og gaman að sjá svona unga stráka eins og hann koma sterka inn Hann auðvitað spilar bara af því að við treystum honum til þess að spila. Svo voru auðvitað fleiri sem þurftu að taka ábyrgð í leiknum og gerðu það þannig að þetta var bara virkilega góð frammistaða.“ Halldór nefndi einmitt þessa ungu leikmenn sem komu inn í liðið og fengu kannski mun stærra hlutverk en þeir bjuggust við í kvöld. Tryggvi Sigurberg spilaði nánast allan leikinn á miðjunni fyrir Selfoss og Halldór var virkilega ánægður með hans framlag. „Það er auðvitað geggjað fyrir þá að fá þessar mínútur. Þú ert aldrei dæmdur af bara einum leik, en það ótrúlega gott að vera búinn að taka skrekkinn úr þér og taka einn úrvalsdeildarleik í byrjunarliðið og standa sig vel og vita þá að maður hafi allt til brunns að bera til þess að vera hérna. Tryggvi var frábær í leiknum. Hann stjórnar spilinu vel og stóð sig bara frábærlega. Hann vissi það svo sem ekkert fyrr en í dag að hann yrði í byrjunarliðinu, en þetta er ara einn leikur og svo er það bara næsti.“ „Það má alltaf hrósa þessum ungu en það þarf líka að passa að þeir fari ekki á flug og slíkt. En ungir menn mega líka alveg heyra það ef þeir eru búnir að vera frábærir og þeir voru það í dag, allir þessir ungu sem komu inn í leikinn.“ „Atli Ævar þurfti líka að spila vörn af því að við vorum í vandræðum með skiptingar og hann stóð sig frábærlega í því. Sverrir [Pálsson] frábær í vörninni í fyrsta heila leiknum sem hann spilar, bæði með Tryggva [Þórissyni] og svo Atla í miðri vörninni og svo var þetta frábært fyrir Stropus að eiga góðan leik og sýna að hann getur þetta.“ Nú eru aðeins fjórir leikir eftir af deildarkeppninni og Selfyssingar sitja í fimmta sæti Olís-deildarinnar með tuttugu stig. Halldór segir að liðið stefni að sjálfsögðu á að taka öll átta stigin sem í boði eru, en að næsti leikur sé alltaf sá mikilvægasti. „Það er nú bara þannig að nú eru fjórir leikir eftir og næsti leikur er alltaf mikilvægasti leikurinn og það er á móti Víking. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust inn í hann og það verður hörkuleikur. Þeir eru búnir að sýna það í seinustu leikjum að þeir geta staðið í hvaða liði sem er og unnið hvaða lið sem er þannig að við verðum bara að bera virðingu fyrir því og mæta vel undirbúnir.“ „Við erum að berjast við það að vinna hvern einasta leik sem eftir er og ætlum okkur tvö stig í öllum leikjum, en svo verður það bara að koma í ljós. Það eru átta stig eftir í pottinum núna og auðvitað ætlum við okkur öll þessi átta stig, en það verðu að koma í ljós hversu sterkir við erum. Við verðum áfram með menn í meiðslum og veikindum og slíku en við stefnum alltaf bara á sigur.“ Olís-deild karla UMF Selfoss HK
Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil. Mikill hraði einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að skora í upphafi leiks. Selfyssingar höfðu yfirhöndina til að byrja með, en gestirnir í HK voru aldrei langt undan. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var allt jafnt í stöðunni 8-8. Selfyssingar skoruðu þá næstu þrjú mörk og fljótlega eftir það tók Sebastian Alexandersson leikhlé fyrir HK-inga til að stoppa í götin. Selfyssingar náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 15-10 þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá vöknuðu gestirnir til lífsins á ný og skoruðu fjögur af seinustu fimm mörkum hálfleiksins og staðan var því 16-14, Selfyssingum í vil, þegar gengið var til búningsherbergja. Sami hraði var í boði í síðari hálfleik, en heimamenn náðu hægt og bítandi tökum á leiknum. Selfyssingarjuku forskot sitt jafnt og þétt og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka var munurinn orðinn fimm mörk. Lítið sem ekkert gekk hjá gestunum það sem eftir lifði leiks og Selfyssingar unnu að lokum öruggan tíu marka sigur, 33-23. Af hverju vann Selfoss? Þegar horft er yfir leikinn í heild voru Selfyssingar einfaldlega betri. HK-ingar gerðu mikið af tæknifeilum og fóru oft á tíðum illa með dauðafæri og Selfyssingar gengu á lagið og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Í fjarveru margra lykilmanna steig Karolis Stropus upp í sóknarleik Selfyssinga og átti fínasta leik. Hann skorarði sjö mörk úr tíu skotum og gaf auk þess tvær stoðsendingar. Þá má einnig hrósa ungu mönnunum sem omu inn í Selfossliðið, þeim Tryggva Sigurberg Traustasyni og Sölva Svavarssyni, fyrir sitt framlag í kvöld. Hvað gekk illa? HK-ingar geta ekki verið sáttir við spilamennsku sína í kvöld, en liðið tapaði samtals 18 boltum í leiknum. Þá átti liðið einnig oft á tíðum erfitt með að nýta dauðafærin sín, en þetta er blanda sem er ekki vænleg til árangurs í handboltaleik. Hvað gerist næst? HK tekur á móti Gróttu næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 og nákvæmlega tveimur klukkustundum síðar verður flautað til leiks í Víkinni þar sem Selfyssingar sækja fallna Víkinga heim. Halldór Jóhann: Auðvitað ætlum við okkur öll þessi átta stig Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara frábær liðsframmistaða í raun og veru,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga eftir leik kvöldsins. „Það er ekkert sjálfgefið að vinna HK-liðið með tíu mörkum og hvað þá þegar við horfum á hvað vantaði inn í liðið okkar í dag. Við þurftum að gera ansi margar breytingar.“ „Einar [Sverrisson] helltist úr lestinni bara í dag. Það fæddist dóttir inn í fjölskylduna og ég óska þeim auðvitað til hamingju með það. Það kom náttúrulega aldrei til greina að hann færi eitthvað að flýta sér í leikinn í kvöld, hann er bara hjá sinni fjölskyldu að sinna því.“ „Guðmundur Hólmar er veikur, Ísak [Gústafsson] er náttúrulega fótbrotinn, Hergeir [Grímsson] meiddist í bikarnum og Árni Steinn er ekki klár af sínum meiðslum. En Karolis Stropus kom frábær inn, Tryggvi Sigurberg alveg frábær og gaman að sjá svona unga stráka eins og hann koma sterka inn Hann auðvitað spilar bara af því að við treystum honum til þess að spila. Svo voru auðvitað fleiri sem þurftu að taka ábyrgð í leiknum og gerðu það þannig að þetta var bara virkilega góð frammistaða.“ Halldór nefndi einmitt þessa ungu leikmenn sem komu inn í liðið og fengu kannski mun stærra hlutverk en þeir bjuggust við í kvöld. Tryggvi Sigurberg spilaði nánast allan leikinn á miðjunni fyrir Selfoss og Halldór var virkilega ánægður með hans framlag. „Það er auðvitað geggjað fyrir þá að fá þessar mínútur. Þú ert aldrei dæmdur af bara einum leik, en það ótrúlega gott að vera búinn að taka skrekkinn úr þér og taka einn úrvalsdeildarleik í byrjunarliðið og standa sig vel og vita þá að maður hafi allt til brunns að bera til þess að vera hérna. Tryggvi var frábær í leiknum. Hann stjórnar spilinu vel og stóð sig bara frábærlega. Hann vissi það svo sem ekkert fyrr en í dag að hann yrði í byrjunarliðinu, en þetta er ara einn leikur og svo er það bara næsti.“ „Það má alltaf hrósa þessum ungu en það þarf líka að passa að þeir fari ekki á flug og slíkt. En ungir menn mega líka alveg heyra það ef þeir eru búnir að vera frábærir og þeir voru það í dag, allir þessir ungu sem komu inn í leikinn.“ „Atli Ævar þurfti líka að spila vörn af því að við vorum í vandræðum með skiptingar og hann stóð sig frábærlega í því. Sverrir [Pálsson] frábær í vörninni í fyrsta heila leiknum sem hann spilar, bæði með Tryggva [Þórissyni] og svo Atla í miðri vörninni og svo var þetta frábært fyrir Stropus að eiga góðan leik og sýna að hann getur þetta.“ Nú eru aðeins fjórir leikir eftir af deildarkeppninni og Selfyssingar sitja í fimmta sæti Olís-deildarinnar með tuttugu stig. Halldór segir að liðið stefni að sjálfsögðu á að taka öll átta stigin sem í boði eru, en að næsti leikur sé alltaf sá mikilvægasti. „Það er nú bara þannig að nú eru fjórir leikir eftir og næsti leikur er alltaf mikilvægasti leikurinn og það er á móti Víking. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust inn í hann og það verður hörkuleikur. Þeir eru búnir að sýna það í seinustu leikjum að þeir geta staðið í hvaða liði sem er og unnið hvaða lið sem er þannig að við verðum bara að bera virðingu fyrir því og mæta vel undirbúnir.“ „Við erum að berjast við það að vinna hvern einasta leik sem eftir er og ætlum okkur tvö stig í öllum leikjum, en svo verður það bara að koma í ljós. Það eru átta stig eftir í pottinum núna og auðvitað ætlum við okkur öll þessi átta stig, en það verðu að koma í ljós hversu sterkir við erum. Við verðum áfram með menn í meiðslum og veikindum og slíku en við stefnum alltaf bara á sigur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti