EM-umsókn Rússa veldur hneykslan: Svívirðilegt og alveg óskiljanlegt Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:29 Rússar, sem héldu HM 2018, hafa sóst eftir því að halda EM 2028 eða 2032. Getty/Wolfgang Rattay Rússneska knattspyrnusambandið skilaði afar óvænt inn umsókn á síðustu stundu um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2028 eða 2032. Forsætisráðherra Bretlands segist ekki trúa því að Rússar komi til greina sem gestgjafar og ensku götublöðin segja ákvörðun Rússa svívirðilega. Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“ Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira